-
Jeremía 52:24–27Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
24 Varðforinginn flutti einnig með sér Seraja+ yfirprest, Sefanía+ prest, sem var næstur honum, og dyraverðina þrjá.+ 25 Úr borginni tók hann hirðmanninn sem var yfir hermönnunum, sjö af nánustu ráðgjöfum konungs sem fundust í borginni, ritara hershöfðingjans, sem kvaddi landsmenn í herinn, og 60 almúgamenn sem voru enn í borginni. 26 Nebúsaradan varðforingi tók þá og flutti þá til Babýlonarkonungs í Ribla. 27 Konungur Babýlonar lét taka þá af lífi í Ribla+ í Hamathéraði. Þannig voru íbúar Júda fluttir í útlegð úr landi sínu.+
-