-
Jeremía 7:5–7Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
5 Ef þið breytið líferni ykkar og hegðun fyrir alvöru, ef þið hafið réttlætið í heiðri þegar menn eiga í deilum,+ 6 ef þið kúgið ekki útlendinga sem búa á meðal ykkar, munaðarlausa* og ekkjur,+ ef þið úthellið ekki saklausu blóði á þessum stað og ef þið fylgið ekki öðrum guðum ykkur til tjóns+ 7 þá leyfi ég ykkur að búa áfram á þessum stað, í landinu sem ég gaf forfeðrum ykkar til eignar um alla eilífð.“‘“*
-
-
Jeremía 25:5, 6Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
5 Þeir sögðu: ‚Snúið ykkur, hvert og eitt, af ykkar illu braut og frá ykkar vondu verkum.+ Þá munuð þið búa lengi í landinu sem Jehóva gaf ykkur og forfeðrum ykkar endur fyrir löngu. 6 Eltið ekki aðra guði, þjónið þeim ekki og fallið ekki fram fyrir þeim. Misbjóðið mér ekki með handaverkum ykkar svo að ég leiði ekki ógæfu yfir ykkur.‘
-