-
Markús 2:3–12Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
3 Þá var komið til hans með lamaðan mann sem fjórir báru.+ 4 En þeir komust ekki með hann að Jesú vegna mannfjöldans. Þeir rifu því þakið fyrir ofan Jesú og þegar þeir höfðu grafið gegnum það létu þeir börurnar sem lamaði maðurinn lá á síga niður. 5 Þegar Jesús sá trú þeirra+ sagði hann við lamaða manninn: „Barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar.“+ 6 Þarna sátu nokkrir fræðimenn og hugsuðu í hjörtum sínum:+ 7 „Hvers vegna segir maðurinn þetta? Hann guðlastar. Hver getur fyrirgefið syndir nema Guð einn?“+ 8 Jesús skynjaði þegar í stað að þeir ræddu þannig sín á milli og sagði við þá: „Hvers vegna hugsið þið þannig í hjörtum ykkar?+ 9 Hvort er auðveldara að segja við lamaða manninn: ‚Syndir þínar eru fyrirgefnar,‘ eða: ‚Stattu upp, taktu börurnar og gakktu‘? 10 En til að þið vitið að Mannssonurinn+ hefur vald til að fyrirgefa syndir á jörð …“+ og nú talar hann við lamaða manninn: 11 „þá segi ég þér: Stattu upp, taktu börurnar og farðu heim.“ 12 Hann stóð þá upp, tók börurnar undireins og gekk út í allra augsýn. Allir voru furðu lostnir, lofuðu Guð og sögðu: „Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt.“+
-
-
Lúkas 5:18–26Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
18 Þá komu menn með lamaðan mann á börum og reyndu að komast inn með hann og leggja hann fyrir framan Jesú.+ 19 Þar sem þeir komust ekki inn með hann vegna mannfjöldans fóru þeir upp á þakið, tóku upp þakhellur og létu hann síga niður á börunum beint fyrir framan Jesú. 20 Þegar hann sá trú þeirra sagði hann: „Vinur, syndir þínar eru fyrirgefnar.“+ 21 Þá sögðu fræðimennirnir og farísearnir hver við annan: „Hver er hann að guðlasta svona? Hver getur fyrirgefið syndir nema Guð einn?“+ 22 En Jesús skynjaði hvað þeir hugsuðu og sagði: „Hvað hugsið þið í hjörtum ykkar? 23 Hvort er auðveldara að segja: ‚Syndir þínar eru fyrirgefnar,‘ eða: ‚Stattu upp og gakktu‘? 24 En til að þið vitið að Mannssonurinn hefur vald á jörð til að fyrirgefa syndir …“ og nú talar hann við lamaða manninn: „þá segi ég þér: Stattu upp, taktu börurnar og farðu heim.“+ 25 Hann stóð þá upp fyrir framan þá, tók það sem hann hafði legið á og fór heim til sín og lofaði Guð. 26 Allir voru agndofa og lofuðu Guð. Þeir fylltust lotningu og sögðu: „Það er ótrúlegt sem við höfum séð í dag!“
-