-
Matteus 23:15, 16Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
15 Illa fer fyrir ykkur, fræðimenn og farísear, hræsnarar!+ Þið ferðist um sjó og land til að snúa einum til ykkar trúar og þegar það tekst valdið þið því að hann verðskuldar enn frekar en þið að lenda í Gehenna.*
16 Illa fer fyrir ykkur, blindu leiðtogar,+ sem segið: ‚Ef einhver sver við musterið er það ógilt en ef einhver sver við gullið í musterinu þarf hann að halda eiðinn.‘+
-
-
Lúkas 6:39Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
39 Síðan brá hann upp líkingu og sagði: „Varla getur blindur maður leitt blindan. Falla þá ekki báðir í gryfju?+
-