-
Markús 11:7–11Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
7 Þeir færðu Jesú folann,+ lögðu yfirhafnir sínar á hann og hann settist á bak.+ 8 Margir breiddu auk þess yfirhafnir sínar á veginn en aðrir skáru laufgaðar greinar af trjánum meðfram veginum.+ 9 Þeir sem gengu á undan og þeir sem eltu hrópuðu: „Verndaðu hann!*+ Blessaður sé sá sem kemur í nafni Jehóva!*+ 10 Blessað sé hið komandi ríki Davíðs föður okkar!+ Verndaðu hann, þú sem ert í hæstu hæðum.“ 11 Hann kom nú til Jerúsalem og gekk inn í musterið. Hann horfði í kringum sig á allt sem var þar en hélt svo til Betaníu með þeim tólf því að það var orðið áliðið.+
-