-
Markús 14:55–59Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
55 Yfirprestarnir og allt Æðstaráðið leituðu nú að mönnum til að vitna gegn Jesú og fá hann líflátinn en fundu enga.+ 56 Margir báru reyndar ljúgvitni gegn honum+ en framburði þeirra bar ekki saman. 57 Nokkrir stóðu líka upp, báru ljúgvitni gegn honum og sögðu: 58 „Við heyrðum hann segja: ‚Ég ríf þetta musteri sem var gert með höndum og á þrem dögum reisi ég annað sem er ekki gert með höndum.‘“+ 59 En framburði þeirra bar ekki heldur saman um þetta.
-