Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Markús 14:66–72
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 66 Meðan Pétur var niðri í húsagarðinum kom ein af þjónustustúlkum æðstaprestsins þar að.+ 67 Hún sá Pétur ylja sér, horfði stíft á hann og sagði: „Þú varst líka með manninum frá Nasaret, þessum Jesú.“ 68 En hann neitaði því og sagði: „Ég þekki hann ekki né skil hvað þú ert að tala um.“ Hann gekk síðan út að fordyri garðsins. 69 Þjónustustúlkan kom auga á hann þar og endurtók við þá sem stóðu nærri: „Hann er einn af þeim.“ 70 Hann neitaði því sem fyrr. Þeir sem stóðu nærri sögðu líka við Pétur skömmu seinna: „Víst ertu einn af þeim enda ertu Galíleumaður.“ 71 En hann formælti sjálfum sér* og sór: „Ég þekki ekki þennan mann sem þið talið um!“ 72 Um leið galaði hani í annað sinn+ og Pétur mundi eftir því sem Jesús hafði sagt við hann: „Áður en hani galar tvisvar muntu afneita mér þrisvar.“+ Hann brotnaði saman og brast í grát.

  • Lúkas 22:54–62
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 54 Þá tóku þeir hann höndum, leiddu hann burt+ og fóru með hann í hús æðstaprestsins en Pétur fylgdi á eftir í nokkurri fjarlægð.+ 55 Menn kveiktu eld í miðjum húsagarðinum og settust við hann og Pétur sat meðal þeirra.+ 56 Þjónustustúlka virti hann fyrir sér þar sem hann sat í bjarmanum af eldinum og sagði: „Þessi maður var líka með honum.“ 57 En hann neitaði því og sagði: „Kona, ég þekki hann ekki.“ 58 Stuttu síðar kom maður nokkur auga á hann og sagði: „Þú ert líka einn af þeim.“ En Pétur svaraði: „Nei, það er ég ekki.“+ 59 Eftir um það bil klukkustund sagði annar maður ákveðinn í bragði: „Víst var þessi maður með honum enda er hann Galíleumaður.“ 60 Pétur svaraði: „Ég skil ekki hvað þú ert að tala um.“ Áður en hann sleppti orðinu galaði hani. 61 Drottinn sneri sér þá við og horfði beint á Pétur, og Pétur minntist þess sem Drottinn hafði sagt við hann: „Áður en hani galar í dag muntu afneita mér þrisvar.“+ 62 Og hann gekk út og grét beisklega.

  • Jóhannes 18:15–17
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 15 Símon Pétur og annar lærisveinn fylgdu Jesú.+ Sá síðarnefndi var kunnugur æðstaprestinum og hann fylgdi Jesú inn í húsagarð æðstaprestsins 16 en Pétur stóð fyrir utan dyrnar.* Hinn lærisveinninn, sem var kunnugur æðstaprestinum, kom aftur út, talaði við þjónustustúlkuna sem gætti dyranna og tók Pétur inn með sér. 17 Þjónustustúlkan sagði þá við Pétur: „Ekki ert þú líka einn af lærisveinum þessa manns?“ „Nei, það er ég ekki,“ svaraði hann.+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila