-
Matteus 13:3–9Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
3 Síðan kenndi hann fólkinu margt með dæmisögum+ og sagði: „Akuryrkjumaður gekk út að sá.+ 4 Þegar hann sáði féll sumt af korninu meðfram veginum og fuglar komu og átu það.+ 5 Annað féll í grýtta jörð þar sem var lítill jarðvegur og það spratt fljótt því að jarðvegurinn var grunnur.+ 6 En þegar sólin hækkaði á lofti skrælnaði það og dó vegna þess að það hafði litlar sem engar rætur. 7 Annað féll meðal þyrna og þyrnarnir uxu og kæfðu það.+ 8 En sumt féll í góðan jarðveg og bar ávöxt, sumt hundraðfaldan, sumt sextugfaldan og sumt þrítugfaldan.+ 9 Sá sem hefur eyru hann hlusti.“+
-
-
Markús 4:3–9Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
3 „Heyrið. Akuryrkjumaður gekk út að sá.+ 4 Þegar hann sáði féll sumt af korninu meðfram veginum og fuglar komu og átu það. 5 Annað féll í grýtta jörð þar sem var lítill jarðvegur og það spratt fljótt því að jarðvegurinn var grunnur.+ 6 En þegar sólin hækkaði á lofti skrælnaði það og dó vegna þess að það hafði litlar sem engar rætur. 7 Annað féll meðal þyrna og þyrnarnir uxu og kæfðu það og það bar engan ávöxt.+ 8 En sumt féll í góðan jarðveg. Það óx og stækkaði og bar ávöxt – þrítugfaldan, sextugfaldan og hundraðfaldan.“+ 9 Síðan bætti hann við: „Sá sem hefur eyru hann hlusti.“+
-