-
Matteus 8:30–34Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
30 Langt í fjarska var stór svínahjörð á beit.+ 31 Illu andarnir báðu hann: „Sendu okkur í svínahjörðina+ ef þú rekur okkur út.“ 32 Hann sagði við þá: „Farið!“ Þá fóru þeir úr mönnunum og í svínin, og öll hjörðin æddi fram af þverhnípinu* og drapst í vatninu. 33 En svínahirðarnir flúðu, fóru inn í borgina og sögðu frá öllu saman, meðal annars því sem hafði gerst hjá andsetnu mönnunum. 34 Allir borgarbúar fóru þá til móts við Jesú og þegar þeir sáu hann sárbændu þeir hann að yfirgefa héraðið.+
-
-
Markús 5:11–17Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
11 Þar á fjallinu var stór svínahjörð+ á beit.+ 12 Andarnir báðu hann: „Sendu okkur í svínin svo að við getum farið í þau.“ 13 Hann leyfði þeim það og óhreinu andarnir fóru þá úr manninum og í svínin. Hjörðin, um 2.000 dýr, æddi fram af þverhnípinu* og drukknaði í vatninu. 14 En svínahirðarnir flúðu og sögðu fréttirnar í borginni og sveitinni og fólk kom til að sjá hvað hafði gerst.+ 15 Það kom til Jesú og sá andsetna manninn sem hersingin hafði verið í sitja klæddan og með réttu ráði. Og fólkið varð hrætt. 16 En þeir sem höfðu séð þetta sögðu fólkinu frá því sem hafði gerst með andsetna manninn og svínin. 17 Þeir báðu þá Jesú að yfirgefa héraðið.+
-