-
Filippíbréfið 3:12–14Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
12 Ekki svo að skilja að ég hafi nú þegar fengið þetta eða sé orðinn fullkominn en ég geri allt sem ég get+ í von um að hljóta það sem Kristur Jesús valdi* mig til.+ 13 Bræður og systur, ég tel mig ekki enn hafa náð því en eitt er víst: Ég gleymi því sem er að baki+ og teygi mig eftir því sem er fram undan.+ 14 Ég keppi að markinu til að hljóta verðlaunin,+ líf á himnum+ sem Guð hefur kallað okkur til fyrir milligöngu Krists Jesú.
-
-
1. Tímóteusarbréf 6:12Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
12 Berstu hinni góðu baráttu trúarinnar. Haltu fast í vonina um eilífa lífið sem þú varst kallaður til og þú vitnaðir um opinberlega í viðurvist margra votta.
-