Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Matteus 22:15–22
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 15 Farísearnir fóru þá og tóku sig saman um að hanka hann á orðum hans.+ 16 Þeir sendu því lærisveina sína til hans ásamt fylgismönnum Heródesar+ og þeir sögðu: „Kennari, við vitum að þú ert sannsögull og kennir veg Guðs sannleikanum samkvæmt. Allir eru jafnir fyrir þér því að þú horfir ekki á útlit fólks. 17 Hvað telur þú? Er leyfilegt* að greiða keisaranum skatt* eða ekki?“ 18 En Jesús vissi hve illir þeir voru og sagði: „Hræsnarar, hvers vegna leggið þið gildru fyrir mig? 19 Sýnið mér peninginn sem er greiddur í skatt.“ Þeir færðu honum denar.* 20 Hann sagði við þá: „Mynd hvers og áletrun er þetta?“ 21 „Keisarans,“ svöruðu þeir. Þá sagði hann: „Gjaldið þá keisaranum það sem tilheyrir keisaranum en Guði það sem tilheyrir Guði.“+ 22 Þeir undruðust þegar þeir heyrðu þetta, yfirgáfu hann og gengu burt.

  • Markús 12:13–17
    Biblían – Nýheimsþýðingin
    • 13 Eftir það sendu þeir til hans nokkra farísea og fylgismenn Heródesar til að hanka hann á orðum hans.+ 14 Þegar þeir komu sögðu þeir við hann: „Kennari, við vitum að þú ert sannsögull og allir eru jafnir fyrir þér. Þú horfir ekki á útlit fólks heldur kennir veg Guðs sannleikanum samkvæmt. Er leyfilegt* að greiða keisaranum skatt* eða ekki? 15 Eigum við að borga eða eigum við ekki að borga?“ Jesús skynjaði hræsni þeirra og sagði við þá: „Hvers vegna leggið þið gildru fyrir mig? Færið mér denar* og leyfið mér að sjá hann.“ 16 Þeir færðu honum denar* og hann sagði við þá: „Mynd hvers og áletrun er þetta?“ „Keisarans,“ svöruðu þeir. 17 Jesús sagði þá: „Gjaldið keisaranum það sem tilheyrir keisaranum+ en Guði það sem tilheyrir Guði.“+ Og þeir undruðust orð hans.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila