-
Matteus 26:18, 19Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
18 Hann sagði: „Farið inn í borgina til ákveðins manns og segið við hann: ‚Kennarinn segir: „Minn tími er í nánd. Ég vil halda páska með lærisveinum mínum heima hjá þér.“‘“ 19 Lærisveinarnir gerðu eins og Jesús sagði þeim og undirbjuggu páskamáltíðina.
-
-
Markús 14:13–16Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
13 Hann sendi þá tvo af lærisveinum sínum og sagði við þá: „Farið inn í borgina. Þar mætir ykkur maður sem ber vatnsker. Fylgið honum+ 14 og þar sem hann fer inn skuluð þið segja við húsráðandann: ‚Kennarinn spyr: „Hvar er gestaherbergið þar sem ég get borðað páskamáltíðina með lærisveinum mínum?“‘ 15 Hann sýnir ykkur þá stórt herbergi á efri hæð, búið húsgögnum og tilbúið handa okkur. Útbúið máltíðina þar.“ 16 Lærisveinarnir fóru þá og gengu inn í borgina. Þeir fundu allt eins og hann hafði sagt þeim og undirbjuggu páskamáltíðina.
-