-
Matteus 28:5–7Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
5 En engillinn sagði við konurnar: „Verið óhræddar. Ég veit að þið eruð að leita að Jesú sem var staurfestur.+ 6 Hann er ekki hér því að hann hefur verið reistur upp eins og hann sagði.+ Komið og sjáið staðinn þar sem hann lá. 7 Farið síðan sem skjótast og segið lærisveinunum að hann sé risinn upp frá dauðum. Hann fer á undan ykkur til Galíleu+ og þar fáið þið að sjá hann. Munið hvað ég hef sagt ykkur.“+
-
-
Markús 16:5–7Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
5 Þær stigu inn í gröfina og sáu þá ungan mann sitja hægra megin, klæddan hvítum kyrtli. Þeim snarbrá 6 en hann sagði við þær: „Látið ykkur ekki bregða.+ Þið leitið að Jesú frá Nasaret sem var staurfestur. Hann hefur verið reistur upp.+ Hann er ekki hér. Sjáið, þetta er staðurinn þar sem þeir lögðu hann.+ 7 Farið og segið lærisveinum hans og Pétri: ‚Hann fer á undan ykkur til Galíleu.+ Þar fáið þið að sjá hann eins og hann sagði ykkur.‘“+
-