-
2. Mósebók 3:2–10Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
2 Þá birtist engill Jehóva honum í eldi sem logaði í miðjum þyrnirunna.+ Móse horfði á og sá þá að runninn brann ekki þótt hann stæði í ljósum logum. 3 Hann hugsaði með sér: „Þetta er undarlegt. Ég ætla að færa mig nær og kanna af hverju þyrnirunninn brennur ekki.“ 4 Þegar Jehóva sá að Móse gekk nær til að skoða þetta kallaði hann til hans úr þyrnirunnanum: „Móse! Móse!“ Hann svaraði: „Hér er ég.“ 5 Þá sagði Guð: „Komdu ekki nær. Farðu úr sandölunum því að staðurinn sem þú stendur á er heilög jörð.“
6 Hann hélt áfram: „Ég er Guð föður þíns, Guð Abrahams,+ Guð Ísaks+ og Guð Jakobs.“+ Þá huldi Móse andlitið því að hann þorði ekki að líta á hinn sanna Guð. 7 Jehóva bætti við: „Ég hef séð hve illa er farið með fólk mitt í Egyptalandi og heyrt hvernig það hrópar á hjálp vegna þeirra sem þrælka það. Ég veit hvernig það þjáist.+ 8 Ég ætla að stíga niður, bjarga því úr höndum Egypta+ og leiða það út úr landinu og inn í gott og víðáttumikið land sem flýtur í mjólk og hunangi,+ á svæði Kanverja, Hetíta, Amoríta, Peresíta, Hevíta og Jebúsíta.+ 9 Já, hróp Ísraelsmanna hafa náð til mín og ég hef líka séð hve grimmilega Egyptar kúga þá.+ 10 Ég ætla nú að senda þig til faraós og þú átt að leiða þjóð mína, Ísraelsmenn, út úr Egyptalandi.“+
-