-
Postulasagan 10:10–16Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
10 Hann varð þá mjög svangur og vildi borða. Meðan verið var að matreiða fékk hann vitrun+ 11 og sá himininn opinn og eitthvað sem líktist stórum líndúk koma niður. Hann var látinn síga til jarðar á hornunum fjórum 12 og á honum voru alls konar ferfætt dýr, skriðdýr jarðar og fuglar himins. 13 Þá heyrði hann rödd sem sagði: „Stattu upp, Pétur, slátraðu og borðaðu!“ 14 En Pétur svaraði: „Nei, herra, það get ég ekki. Ég hef aldrei borðað neitt sem er vanheilagt og óhreint.“+ 15 Þá heyrði hann röddina í annað sinn: „Hættu að kalla það óhreint sem Guð hefur lýst hreint.“ 16 Í þriðja sinn sem þetta gerðist var dúkurinn tekinn upp til himins.
-