-
5. Mósebók 16:9–11Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
9 Teldu sjö vikur frá þeim tíma þegar þú byrjaðir að slá kornið með sigðinni.+ 10 Síðan skaltu halda Jehóva Guði þínum viknahátíðina+ og færa sjálfviljafórn í samræmi við þá blessun sem Jehóva Guð þinn veitir þér.+ 11 Þú skalt gleðjast frammi fyrir Jehóva Guði þínum, þú, sonur þinn og dóttir, þræll þinn og ambátt, Levítinn sem býr í borg þinni,* útlendingurinn, föðurlausa barnið* og ekkjan sem búa á meðal ykkar. Gleðjist á staðnum þar sem Jehóva Guð þinn velur að láta nafn sitt búa.+
-