-
Postulasagan 28:3–6Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
3 En þegar Páll tíndi saman sprek í knippi og lagði á eldinn skreið út höggormur undan hitanum og beit sig fastan í hönd hans. 4 Þegar heimamenn komu auga á eiturslönguna hanga á hendi hans sögðu þeir hver við annan: „Þessi maður hlýtur að vera morðingi. Hann bjargaðist úr sjónum en Réttvísin* leyfði honum samt ekki að lifa.“ 5 En hann hristi slönguna af sér í eldinn og varð ekki meint af. 6 Þeir bjuggust við að hann bólgnaði upp eða dytti skyndilega niður dauður. Eftir að hafa beðið dágóða stund og séð að honum varð ekki meint af skiptu þeir um skoðun og sögðu að hann væri guð.
-