24 Gyðingur nokkur, sem hét Apollós+ og var frá Alexandríu, kom nú til Efesus. Hann var vel máli farinn og vel að sér í Ritningunum. 25 Hann hafði verið fræddur um veg Jehóva og brennandi í andanum talaði hann og fræddi fólk ítarlega um Jesú. Hann þekkti þó aðeins skírn Jóhannesar.