36 Nú var þar spákona sem hét Anna Fanúelsdóttir og var af ættkvísl Assers. Hún var orðin öldruð og hafði búið með manni sínum í sjö ár eftir að þau giftust 37 en var nú ekkja, 84 ára gömul. Hún var öllum stundum í musterinu og veitti heilaga þjónustu dag og nótt með föstum og innilegum bænum.