22 Seinna meir reyndi hinn sanni Guð Abraham+ og sagði við hann: „Abraham!“ Og hann svaraði: „Hér er ég.“ 2 Hann sagði: „Taktu son þinn, einkason þinn sem þú elskar svo heitt,+ hann Ísak,+ og farðu til Móríalands+ og fórnaðu honum þar sem brennifórn á fjalli sem ég vísa þér á.“