-
1. Mósebók 27:27–29Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
27 Hann kom nær og kyssti hann, og Ísak fann ilminn af fötunum hans.+ Síðan blessaði hann Jakob og sagði:
„Ilmurinn af syni mínum er eins og ilmur gróðurlendisins sem Jehóva hefur blessað. 28 Hinn sanni Guð gefi þér dögg af himni+ og frjóa jörð+ og meira en nóg af korni og nýju víni.+ 29 Þjóðflokkar skulu þjóna þér og þjóðir lúta þér. Drottnaðu yfir bræðrum þínum og synir móður þinnar lúti þér.+ Bölvaður sé hver sem bölvar þér og blessaður sé hver sem blessar þig.“+
-