-
2. Mósebók 12:21–23Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
21 Móse kallaði tafarlaust saman alla öldunga Ísraels+ og sagði við þá: „Farið hver og einn og veljið unga skepnu* handa fjölskyldu ykkar og slátrið páskafórninni. 22 Dýfið síðan ísópsvendi í blóðið sem þið hafið safnað í skál og slettið því á þverbitann yfir dyrunum og á báða dyrastafina. Enginn ykkar má fara út um dyrnar á húsi sínu fyrr en að morgni. 23 Þegar Jehóva síðan fer um og slær Egypta með plágu og sér blóðið á þverbitanum og báðum dyrastöfunum fer Jehóva fram hjá dyrunum og lætur ekki hina banvænu plágu* koma inn í hús ykkar.+
-