-
Efesusbréfið 4:17–19Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
17 Þess vegna segi ég og hvet ykkur í nafni Drottins: Lifið ekki lengur eins og þjóðirnar+ sem fylgja bara innantómum* hugsunum sínum.+ 18 Hugur þeirra er í myrkri og þær eru fjarlægar því lífi sem kemur frá Guði, bæði vegna vanþekkingar sinnar og vegna þess að hjörtu þeirra eru tilfinningalaus.* 19 Þær hafa glatað allri siðferðiskennd og gefið sig á vald blygðunarlausri hegðun*+ svo að þær stunda alls konar óhreinleika af græðgi.
-