-
Esekíel 1:5–10Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
5 Inni í eldinum var eitthvað sem leit út eins og fjórar lifandi verur+ en þær líktust mönnum. 6 Hver þeirra var með fjögur andlit og fjóra vængi.+ 7 Fætur þeirra voru beinir og iljarnar eins og kálfsklaufir og þeir ljómuðu eins og fægður kopar.+ 8 Þær voru með mannshendur undir vængjunum á allar fjórar hliðar. Verurnar fjórar höfðu andlit og vængi 9 og vængirnir snertu hvor annan. Þær gengu án þess að snúa sér, þær gengu allar beint áfram.+
10 Andlit þeirra litu svona út: Allar fjórar voru með mannsandlit, hægra megin við það var ljónsandlit+ og vinstra megin nautsandlit+ og allar fjórar voru einnig með arnarandlit.+
-