-
Opinberunarbókin 13:16–18Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
16 Það neyðir alla – háa og lága, ríka og fátæka, frjálsa og þræla – til að fá merki á hægri hönd sér eða enni+ 17 þannig að enginn geti keypt eða selt nema hann hafi merkið, nafn+ villidýrsins eða tölu nafnsins.+ 18 Hér þarf að sýna visku. Sá sem hefur skilning reikni út tölu villidýrsins því að hún er tala manns,* og talan er 666.+
-
-
Opinberunarbókin 20:4Biblían – Nýheimsþýðingin
-
-
4 Og ég sá hásæti, og þeim sem sátu í þeim var gefið vald til að dæma. Já, ég sá sálir* þeirra sem höfðu verið líflátnir* fyrir að vitna um Jesú og tala um Guð, þá sem höfðu ekki tilbeðið villidýrið eða líkneski þess og höfðu ekki fengið merkið á enni sér og hönd.+ Þeir lifnuðu við og ríktu sem konungar með Kristi+ í 1.000 ár.
-