Sálmur
Söngljóð.
Hann hefur séð fyrir björgun* með hægri hendi sinni, heilögum handlegg sínum.+
3 Hann man eftir tryggum kærleika sínum og trúfesti við hús Ísraels.+
Öll endimörk jarðar hafa séð björgunarverk* Guðs okkar.+
4 Hrópið sigrandi til Jehóva, allir jarðarbúar.
Gleðjist, hrópið fagnandi og syngið lofsöng.*+
5 Syngið Jehóva lofsöng við hörpuleik,*
með hörpu og hljómfögrum söng.
6 Blásið í lúðra og horn,+
hrópið sigurglöð frammi fyrir konunginum Jehóva.
7 Hafið drynji og allt sem í því er,
jörðin* og þeir sem á henni búa.