Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Hósea 13
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

Hósea – yfirlit

      • Efraím dýrkar skurðgoð og gleymir Jehóva (1–16)

        • „Hvar eru broddar þínir, dauði?“ (14)

Hósea 13:1

Millivísanir

  • +Jós 17:17
  • +2Kon 17:16; Hós 11:2

Hósea 13:2

Millivísanir

  • +Hós 2:8
  • +1Kon 12:26, 28; 19:18

Hósea 13:4

Millivísanir

  • +2Mó 20:2; Hós 12:9
  • +Jes 43:11; 45:21, 22

Hósea 13:5

Millivísanir

  • +5Mó 2:7; 32:9, 10

Hósea 13:6

Millivísanir

  • +Neh 9:25
  • +5Mó 6:10–12; 8:12–14; 32:15, 18; Jes 17:10

Hósea 13:7

Millivísanir

  • +Hós 5:14

Hósea 13:10

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „dómarar“.

Millivísanir

  • +1Sa 8:19, 20
  • +1Sa 8:4, 5

Hósea 13:11

Millivísanir

  • +1Sa 8:7; 12:13
  • +1Sa 12:25; 2Kon 17:4; Jer 52:11

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.2.1989, bls. 15

Hósea 13:12

Neðanmáls

  • *

    Eða „varðveitt“.

Hósea 13:14

Neðanmáls

  • *

    Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.

Millivísanir

  • +Jes 25:8; 26:19
  • +1Kor 15:55
  • +Op 20:13, 14

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.4.2006, bls. 29

    1.7.1995, bls. 10

    1.1.1989, bls. 31

Hósea 13:15

Millivísanir

  • +2Kon 17:20

Hósea 13:16

Millivísanir

  • +2Kon 17:18; Am 3:9, 10
  • +Esk 20:21
  • +Jes 7:8

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.4.2006, bls. 29-30

Almennt

Hós. 13:1Jós 17:17
Hós. 13:12Kon 17:16; Hós 11:2
Hós. 13:2Hós 2:8
Hós. 13:21Kon 12:26, 28; 19:18
Hós. 13:42Mó 20:2; Hós 12:9
Hós. 13:4Jes 43:11; 45:21, 22
Hós. 13:55Mó 2:7; 32:9, 10
Hós. 13:6Neh 9:25
Hós. 13:65Mó 6:10–12; 8:12–14; 32:15, 18; Jes 17:10
Hós. 13:7Hós 5:14
Hós. 13:101Sa 8:19, 20
Hós. 13:101Sa 8:4, 5
Hós. 13:111Sa 8:7; 12:13
Hós. 13:111Sa 12:25; 2Kon 17:4; Jer 52:11
Hós. 13:14Jes 25:8; 26:19
Hós. 13:141Kor 15:55
Hós. 13:14Op 20:13, 14
Hós. 13:152Kon 17:20
Hós. 13:162Kon 17:18; Am 3:9, 10
Hós. 13:16Esk 20:21
Hós. 13:16Jes 7:8
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
Biblían – Nýheimsþýðingin
Hósea 13:1–16

Hósea

13 „Þegar Efraím talaði skalf fólk af ótta.

Hann var mikilsvirtur í Ísrael+

en varð sekur vegna Baals+ og dó.

 2 Nú syndga þeir enn meir

og steypa líkneski úr silfri sínu.+

Þeir gera skurðgoð af mikilli list sem öll eru verk handverksmanna.

Þeir segja: ‚Mennirnir sem færa fórnir kyssi kálfana.‘+

 3 Þess vegna verða þeir eins og morgunþokan,

eins og döggin sem hverfur snemma,

eins og hismi sem vindur feykir af þreskivellinum

og eins og reykur sem fer út um reykop á þaki.

 4 En ég, Jehóva, hef verið Guð þinn síðan í Egyptalandi.+

Þú þekktir engan annan Guð en mig

og enginn frelsari er til nema ég.+

 5 Ég annaðist þig í óbyggðunum,+ í landi þurrkanna.

 6 Þeir átu fylli sína á beitilöndum sínum,+

þeir urðu saddir og hjörtu þeirra fylltust hroka.

Þess vegna gleymdu þeir mér.+

 7 Ég verð þeim eins og ungljón,+

eins og hlébarði sem liggur í leyni við stíginn.

 8 Ég ræðst á þá eins og birna sem hefur verið svipt húnum sínum

og ég ríf þá á hol.

Ég gleypi þá eins og ljón,

villidýr tætir þá í sundur.

 9 Það mun gera út af við þig, Ísrael,

því að þú snerist gegn mér, hjálparhellu þinni.

10 Hvar er nú konungur þinn? Getur hann ekki bjargað þér í öllum borgum þínum?+

Og hvar eru leiðtogar* þínir sem þú sagðir um:

‚Gefðu mér konung og höfðingja‘?+

11 Ég gaf þér konung í reiði minni+

og tek hann frá þér í heift minni.+

12 Sekt Efraíms er vafin saman,*

synd hans er geymd.

13 Fæðingarhríðirnar koma yfir hann.

En hann er heimskt barn.

Þegar hann á að fæðast vill hann ekki koma út.

14 Ég frelsa þá undan valdi grafarinnar,*

leysi þá frá dauða.+

Hvar eru broddar þínir, dauði?+

Hvar er eyðingarmáttur þinn, gröf?+

Meðaumkun verður hulin augum mínum.

15 Þótt Efraím blómstri innan um sefið

kemur austanvindurinn, vindur Jehóva.

Hann kemur frá eyðimörkinni, brunnur hans þornar upp og lind hans þrýtur.

Hann rænir fjárhirsluna öllum verðmætum.+

16 Samaría verður sakfelld+ því að hún hefur gert uppreisn gegn Guði sínum.+

Hún fellur fyrir sverði,+

börn hennar verða brytjuð niður

og barnshafandi konur hennar ristar á kvið.“

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila