Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 5. Mósebók 14
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

5. Mósebók – yfirlit

      • Óviðeigandi sorgarsiðir (1, 2)

      • Hrein og óhrein dýr (3–21)

      • Tíund handa Jehóva (22–29)

5. Mósebók 14:1

Neðanmáls

  • *

    Eða „raka á ykkur ennið“. Orðrétt „raka ykkur milli augnanna“.

Millivísanir

  • +3Mó 19:28
  • +3Mó 21:1, 5

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.10.2004, bls. 21

5. Mósebók 14:2

Neðanmáls

  • *

    Eða „dýrmæta“.

Millivísanir

  • +3Mó 19:2; 20:26; 5Mó 28:9; 1Pé 1:15
  • +2Mó 19:5, 6; 5Mó 7:6

5. Mósebók 14:3

Millivísanir

  • +3Mó 11:43; 20:25; Pos 10:14

5. Mósebók 14:4

Millivísanir

  • +3Mó 11:2, 3

5. Mósebók 14:7

Millivísanir

  • +3Mó 11:4–8

5. Mósebók 14:9

Millivísanir

  • +3Mó 11:9, 10

5. Mósebók 14:12

Millivísanir

  • +3Mó 11:13–20

5. Mósebók 14:21

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „innan borgarhliða“.

Millivísanir

  • +2Mó 22:31; 3Mó 17:15
  • +2Mó 23:19; 34:26

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.10.2004, bls. 20

5. Mósebók 14:22

Millivísanir

  • +5Mó 12:11; 26:12

5. Mósebók 14:23

Millivísanir

  • +5Mó 12:5, 17; 15:19, 20
  • +Sl 111:10

5. Mósebók 14:24

Millivísanir

  • +5Mó 12:5, 6

5. Mósebók 14:26

Millivísanir

  • +5Mó 12:7; 26:11; Sl 100:2

5. Mósebók 14:27

Millivísanir

  • +4Mó 18:21; 2Kr 31:4; 1Kor 9:13
  • +4Mó 18:20; 5Mó 10:9

5. Mósebók 14:28

Millivísanir

  • +5Mó 26:12

5. Mósebók 14:29

Neðanmáls

  • *

    Eða „munaðarleysingjarnir“.

Millivísanir

  • +2Mó 22:21; 5Mó 10:18; Jak 1:27
  • +5Mó 15:10; Sl 41:1; Okv 11:24; 19:17; Mal 3:10; Lúk 6:35

Almennt

5. Mós. 14:13Mó 19:28
5. Mós. 14:13Mó 21:1, 5
5. Mós. 14:23Mó 19:2; 20:26; 5Mó 28:9; 1Pé 1:15
5. Mós. 14:22Mó 19:5, 6; 5Mó 7:6
5. Mós. 14:33Mó 11:43; 20:25; Pos 10:14
5. Mós. 14:43Mó 11:2, 3
5. Mós. 14:73Mó 11:4–8
5. Mós. 14:93Mó 11:9, 10
5. Mós. 14:123Mó 11:13–20
5. Mós. 14:212Mó 22:31; 3Mó 17:15
5. Mós. 14:212Mó 23:19; 34:26
5. Mós. 14:225Mó 12:11; 26:12
5. Mós. 14:235Mó 12:5, 17; 15:19, 20
5. Mós. 14:23Sl 111:10
5. Mós. 14:245Mó 12:5, 6
5. Mós. 14:265Mó 12:7; 26:11; Sl 100:2
5. Mós. 14:274Mó 18:21; 2Kr 31:4; 1Kor 9:13
5. Mós. 14:274Mó 18:20; 5Mó 10:9
5. Mós. 14:285Mó 26:12
5. Mós. 14:292Mó 22:21; 5Mó 10:18; Jak 1:27
5. Mós. 14:295Mó 15:10; Sl 41:1; Okv 11:24; 19:17; Mal 3:10; Lúk 6:35
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
Biblían – Nýheimsþýðingin
5. Mósebók 14:1–29

Fimmta Mósebók

14 Þið eruð synir Jehóva Guðs ykkar. Þið skuluð ekki skera ykkur+ eða raka af ykkur augabrúnirnar* vegna látinnar manneskju.+ 2 Þið eruð heilög þjóð+ í augum Jehóva Guðs ykkar og Jehóva hefur útvalið ykkur sem þjóð sína, sérstaka* eign sína meðal allra þjóða sem búa á jörðinni.+

3 Þið megið ekki borða neitt viðbjóðslegt.+ 4 Þessi dýr megið þið borða:+ naut, sauðfé, geitur, 5 hjartardýr, gasellur, rádýr, villigeitur, antilópur, villisauði og fjallasauði. 6 Þið megið borða öll dýr sem eru með alklofnar klaufir og jórtra. 7 En þið megið ekki borða eftirfarandi dýr sem jórtra eða eru með klaufir: úlfaldann, hérann og klettagreifingjann því að þau jórtra en eru ekki með klaufir. Þau eru ykkur óhrein.+ 8 Hið sama er að segja um svínið því að það er með klaufir en jórtrar ekki. Það er ykkur óhreint. Þið megið hvorki borða kjöt þessara dýra né snerta hræ þeirra.

9 Af öllu sem lifir í vötnunum megið þið borða eftirfarandi: Allt sem er með ugga og hreistur megið þið borða.+ 10 En þið megið ekki borða neitt sem er ekki með ugga og hreistur. Það er ykkur óhreint.

11 Þið megið borða alla hreina fugla. 12 Þessa megið þið þó ekki borða: örninn, gjóðinn, kuflgamminn,+ 13 svölugleðuna, vatnagleðuna eða aðrar gleður, 14 hrafna af nokkru tagi, 15 strútinn, ugluna, mávinn, fálka af nokkru tagi, 16 kattugluna, eyrugluna, svaninn, 17 pelíkanann, hrægamminn, skarfinn, 18 storkinn, hegra af nokkru tagi, herfuglinn og leðurblökuna. 19 Öll vængjuð skordýr eru ykkur líka óhrein. Þau má ekki borða. 20 Öll fleyg dýr sem eru hrein megið þið borða.

21 Þið megið ekki borða sjálfdautt dýr.+ Þið megið gefa það útlendingum sem búa í borgum* ykkar og þeir mega borða það, og það má selja það útlendingi. En þið eruð heilög þjóð í augum Jehóva Guðs ykkar.

Þú mátt ekki sjóða kiðling í mjólk móður sinnar.+

22 Á hverju ári skaltu gefa tíund af allri uppskerunni sem þú færð af akri þínum.+ 23 Þú skalt neyta tíundarinnar af korni þínu, nýja víninu og olíunni, og frumburða nautgripa þinna, sauðfjár og geita frammi fyrir Jehóva Guði þínum á staðnum þar sem hann velur að láta nafn sitt búa,+ til að þú lærir að óttast Jehóva Guð þinn alla daga.+

24 En ef staðurinn sem Jehóva Guð þinn velur handa nafni sínu+ er of langt frá þér og leiðin of löng til að flytja allt þetta þangað (því að Jehóva Guð þinn mun blessa þig) 25 skaltu koma því í verð og taka peningana með þér á staðinn sem Jehóva Guð þinn velur. 26 Þú mátt síðan nota peningana í hvað sem þig lystir – naut, sauðfé, geitur, vín og annað áfengi, já, hvað sem þig langar í. Þú skalt neyta þess þar frammi fyrir Jehóva Guði þínum og gleðjast með fjölskyldu þinni.+ 27 Og vanræktu ekki Levítana sem búa í borgum þínum+ því að þeir hafa ekki fengið erfða- eða eignarhlut með þér.+

28 Í lok þriðja hvers árs skaltu taka til alla tíundina af uppskeru þinni það árið og safna inn í borgir þínar.+ 29 Þá geta Levítarnir, sem hafa hvorki fengið erfða- né eignarhlut með þér, útlendingarnir, föðurlausu börnin* og ekkjurnar sem búa í borgum þínum komið og borðað nægju sína+ svo að Jehóva Guð þinn blessi þig í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila