Hósea
3 Nú sagði Jehóva við mig: „Farðu aftur og elskaðu konuna sem er elskuð af öðrum manni og fremur hjúskaparbrot,+ eins og Jehóva elskar Ísraelsmenn+ þótt þeir snúi sér til annarra guða+ og elski rúsínukökur.“*
2 Þá keypti ég hana fyrir 15 silfurpeninga og einn og hálfan kómer* af byggi. 3 Síðan sagði ég við hana: „Þú átt að vera mín í langan tíma.* Þú mátt ekki stunda vændi* né hafa mök við annan mann og ég hef ekki heldur mök við þig.“
4 Á sama hátt verða Ísraelsmenn í langan tíma* án konungs+ og höfðingja, án fórnar og helgisúlu og án hökuls+ og húsgoða.*+ 5 Eftir það snúa Ísraelsmenn aftur og leita Jehóva Guðs síns+ og Davíðs konungs síns.+ Þeir koma skjálfandi til Jehóva og gæsku hans við lok daganna.*+