Hósea
2 Því oftar sem kallað var á þá
því lengra fóru þeir burt.+
3 En það var ég sem kenndi Efraím að ganga+ og bar hann á örmum mínum.+
Samt viðurkenndu þeir ekki að ég hafði læknað þá.
4 Ég dró þá með böndum manna,* með strengjum kærleikans.+
Ég reyndist þeim eins og sá sem lyftir oki af kjálkum þeirra
og fóðraði hvern og einn þeirra blíðlega.
5 Þeir snúa ekki aftur til Egyptalands en Assýría verður konungur þeirra+
því að þeir neituðu að snúa aftur til mín.+
6 Sverð mun herja á borgir þeirra,+
eyðileggja slagbranda þeirra og tortíma þeim vegna ráðabruggs þeirra.+
7 Þjóð mín er gjörn á að svíkja mig.+
Þótt kallað sé til hennar að hefja sig upp* stendur enginn upp.
8 Hvernig gæti ég sleppt af þér takinu, Efraím?+
Hvernig gæti ég framselt þig, Ísrael?
Hvernig gæti ég farið með þig eins og Adma?
Hvernig gæti ég látið fara eins fyrir þér og Sebóím?+
Mér hefur snúist hugur,
samúðin brennur í brjósti mér.+
9 Ég ætla ekki að gefa brennandi reiði minni útrás.
Ég held ekki gegn ykkur í heift.
10 Þeir munu fylgja Jehóva og hann mun öskra eins og ljón.+
Þegar hann öskrar koma synir hans skjálfandi úr vestri.+
11 Þeir koma skjálfandi eins og fuglar frá Egyptalandi,
eins og dúfur frá Assýríu,+
og ég læt þá búa í húsum sínum,“ segir Jehóva.+
12 „Efraím hefur umkringt mig með lygum
og Ísraelsmenn með svikum.+
En Júda gengur enn með Guði
og er trúr Hinum háheilaga.“+