Hósea
Hann særði okkur en mun binda um sárin.
2 Hann lífgar okkur eftir tvo daga.
Á þriðja degi reisir hann okkur upp
og við munum lifa frammi fyrir honum.
3 Við munum kynnast Jehóva, gera okkar ýtrasta til að þekkja hann.
Hann kemur jafn örugglega og dagrenningin,
hann kemur til okkar eins og hellirigning,
eins og vorregn sem vökvar jörðina.“
4 „Hvað á ég að gera við þig, Efraím?
Hvað á ég að gera við þig, Júda?
Tryggð* ykkar er eins og morgunþokan,
eins og döggin sem hverfur fljótt.
Dómurinn yfir þér mun skína sem ljósið+
6 því að ég gleðst yfir tryggum kærleika* en ekki sláturfórnum
og yfir þekkingu á Guði frekar en brennifórnum.+
7 En þeir hafa rofið sáttmálann+ eins og syndugir menn.
Þar hafa þeir svikið mig.
9 Prestaflokkurinn er eins og ræningjahópur sem situr fyrir fólki.
Þeir fremja morð á veginum við Síkem+
enda er hegðun þeirra svívirðileg.
10 Ég hef séð hrylling í Ísrael.
11 En þér, Júda, er ætluð uppskera
þegar ég safna saman útlögum þjóðar minnar og leiði þá heim.“+