Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Esekíel 6
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

Esekíel – yfirlit

      • Gegn fjöllum Ísraels (1–14)

        • Viðbjóðsleg skurðgoð auðmýkt (4–6)

        • „Þið skuluð komast að raun um að ég er Jehóva“ (7)

Esekíel 6:4

Neðanmáls

  • *

    Hebreska orðið lýsir fyrirlitningu. Hugsanlegt er að það sé skylt orði sem merkir ‚mykja‘.

Millivísanir

  • +Jes 27:9
  • +3Mó 26:30

Esekíel 6:5

Millivísanir

  • +Jer 8:1, 2

Esekíel 6:6

Millivísanir

  • +Jer 2:15; 32:29; Mík 3:12
  • +Esk 16:39

Esekíel 6:7

Millivísanir

  • +Jer 14:18
  • +Esk 7:4

Esekíel 6:8

Millivísanir

  • +Jer 30:10; 44:28; Esk 14:22

Esekíel 6:9

Neðanmáls

  • *

    Eða „siðlausir; lauslátir“.

  • *

    Eða „siðlausir“.

Millivísanir

  • +5Mó 30:1, 2; Sl 137:1
  • +Sl 78:40, 41; Jes 63:10
  • +4Mó 15:39
  • +Esk 20:43; 36:31

Esekíel 6:10

Millivísanir

  • +Esk 33:29; Dan 9:12; Sak 1:6

Esekíel 6:11

Millivísanir

  • +Jer 15:2; 16:4; Esk 5:12

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.11.1988, bls. 19

Esekíel 6:12

Millivísanir

  • +Esk 5:13

Esekíel 6:13

Millivísanir

  • +Esk 12:15
  • +Jer 8:2
  • +Esk 20:28

Esekíel 6:14

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.11.1988, bls. 19

Almennt

Esek. 6:4Jes 27:9
Esek. 6:43Mó 26:30
Esek. 6:5Jer 8:1, 2
Esek. 6:6Jer 2:15; 32:29; Mík 3:12
Esek. 6:6Esk 16:39
Esek. 6:7Jer 14:18
Esek. 6:7Esk 7:4
Esek. 6:8Jer 30:10; 44:28; Esk 14:22
Esek. 6:95Mó 30:1, 2; Sl 137:1
Esek. 6:9Sl 78:40, 41; Jes 63:10
Esek. 6:94Mó 15:39
Esek. 6:9Esk 20:43; 36:31
Esek. 6:10Esk 33:29; Dan 9:12; Sak 1:6
Esek. 6:11Jer 15:2; 16:4; Esk 5:12
Esek. 6:12Esk 5:13
Esek. 6:13Esk 12:15
Esek. 6:13Jer 8:2
Esek. 6:13Esk 20:28
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
Biblían – Nýheimsþýðingin
Esekíel 6:1–14

Esekíel

6 Orð Jehóva kom aftur til mín: 2 „Mannssonur, snúðu þér að fjöllum Ísraels og spáðu gegn þeim. 3 Þú skalt segja: ‚Fjöll Ísraels, heyrið orð alvalds Drottins Jehóva: Þetta segir alvaldur Drottinn Jehóva við fjöllin, hæðirnar, árnar og dalina: „Ég beiti sverði gegn ykkur og eyði fórnarhæðum ykkar. 4 Ölturu ykkar verða rifin niður, reykelsisstandarnir brotnir+ og ég kasta hinum föllnu úr ykkar hópi fyrir framan viðbjóðsleg skurðgoð* ykkar.+ 5 Ég kasta hræjum Ísraelsmanna fyrir framan viðbjóðsleg skurðgoð þeirra og dreifi beinum ykkar í kringum ölturun.+ 6 Alls staðar þar sem þið búið verða borgirnar lagðar í rúst+ og fórnarhæðirnar eyðilagðar og yfirgefnar.+ Ölturu ykkar verða rifin niður og eyðilögð, viðbjóðsleg skurðgoð ykkar hverfa, reykelsisstandarnir verða brotnir og verk ykkar þurrkuð út. 7 Margir munu falla á meðal ykkar+ og þið skuluð komast að raun um að ég er Jehóva.+

8 En ég læt nokkra lifa af því að sum ykkar komast undan sverðinu þegar þið eruð meðal þjóðanna, dreifð um löndin.+ 9 Þeir sem komast undan muna eftir mér þegar þeir búa meðal þjóðanna sem fluttu þá í útlegð.+ Þeir átta sig á að ég var harmi sleginn yfir því að þeir skyldu vera ótrúir,* snúa baki við mér+ og horfa löngunaraugum* til viðbjóðslegra skurðgoða sinna.+ Þeir skammast sín og fá viðbjóð á öllu því illa og andstyggilega sem þeir hafa gert.+ 10 Þeir munu komast að raun um að ég er Jehóva og að hótanir mínar um þessar hörmungar voru ekki innantóm orð.“‘+

11 Alvaldur Drottinn Jehóva segir: ‚Klappaðu saman höndunum og stappaðu niður fótunum og harmaðu allt hið illa og andstyggilega sem Ísraelsmenn hafa gert. Þeir munu falla fyrir sverði og verða hungri og drepsótt að bráð.+ 12 Sá sem er víðs fjarri verður drepsótt að bráð, sá sem er í grennd fellur fyrir sverði og hver sem kemst undan því og heldur lífi deyr úr hungri. Ég gef allri reiði minni lausan tauminn gegn þeim.+ 13 Og þið munuð skilja að ég er Jehóva+ þegar hinir föllnu liggja innan um viðbjóðsleg skurðgoð sín, í kringum ölturu sín,+ á öllum háum hæðum, á öllum fjallatindum, undir hverju gróskumiklu tré og undir greinum stóru trjánna þar sem þeir hafa fært ilmandi fórnir til að friða öll sín viðbjóðslegu skurðgoð.+ 14 Ég rétti út höndina gegn þeim og legg land þeirra í eyði og alls staðar þar sem þeir búa verður auðn, enn meiri en óbyggðirnar við Díbla. Og þeir munu komast að raun um að ég er Jehóva.‘“

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila