Sálmur
Til tónlistarstjórans. Söngljóð eftir Davíð.
109 Guð minn sem ég lofa,+ vertu ekki hljóður
2 því að vondir menn og svikulir opna munninn gegn mér.
Þeir tala um mig með lyginni tungu,+
3 þeir umkringja mig með hatursorðum
og ráðast á mig að ástæðulausu.+
4 Þeir svara kærleika mínum með andstöðu+
en ég held áfram að biðja.
6 Settu illmenni yfir hann,
láttu andstæðing* standa honum á hægri hönd.
9 Börn hans verði föðurlaus
og kona hans ekkja.
10 Börn hans fari á flæking og betli,
haldi í matarleit úr rústum heimila sinna.
11 Lánardrottinn hans taki* allt sem hann á
og ókunnugir ræni eigum hans.
12 Enginn sýni honum góðvild*
og enginn láti sér annt um föðurlaus börn hans.
13 Afkomendur hans verði afmáðir,+
nöfn þeirra gleymd næstu kynslóð.
14 Jehóva muni eftir afbrotum forfeðra hans+
og synd móður hans falli ekki í gleymsku.
15 Jehóva hafi alltaf í huga hvað þeir hafa gert
og afmái minninguna um þá af jörðinni+
16 því að hinn illi vildi ekki sýna góðvild*+
heldur elti uppi hinn kúgaða,+ fátæka og sorgmædda
til að verða honum að bana.+
17 Hann naut þess að bölva öðrum og því kom bölvun yfir hann sjálfan.
Hann vildi ekki blessa og hlaut því sjálfur enga blessun.
18 Hann klæddist bölvunum eins og fötum.
Þær þrengdu sér inn í hann eins og vatn,
inn í bein hans eins og olía.
19 Bölvanirnar verði eins og fötin sem hann sveipar um sig,+
eins og belti sem hann gyrðist alltaf.
20 Þannig launar Jehóva andstæðingi mínum+
og þeim sem tala illa um mig.
21 En Jehóva, alvaldur Drottinn,
taktu í taumana og hjálpaðu mér vegna nafns þíns.+
Bjargaðu mér því að tryggur kærleikur þinn er mikill.+
23 Ég hverf eins og skuggi að kvöldi,
ég er eins og engispretta sem hrist er af flík.
24 Hnén eru veikburða af föstu,
ég er orðinn horaður og veslast upp.*
25 Ég er hafður að háði og spotti.+
Menn hrista höfuðið þegar þeir sjá mig.+
26 Hjálpaðu mér, Jehóva Guð minn,
sýndu mér tryggan kærleika og bjargaðu mér.
27 Láttu þá skilja að hönd þín kom því til leiðar,
að þú, Jehóva, gerðir þetta.
28 Viltu blessa þegar þeir bölva?
Þeir verði sér til skammar þegar þeir rísa gegn mér,
en láttu þjón þinn fagna.
30 Ég lofa Jehóva ákaft,
ég lofa hann í allra augsýn.+
31 Hann stendur hinum fátæka til hægri handar
til að bjarga honum frá þeim sem dæma hann.