Jesaja
50 Þetta segir Jehóva:
„Hvar er skilnaðarbréf+ móður ykkar sem ég sendi burt?
Eða hvaða lánardrottni mínum seldi ég ykkur?
2 Af hverju var þá enginn hér þegar ég kom?
Af hverju svaraði enginn þegar ég kallaði?+
Er hönd mín of stutt til að frelsa
eða skortir mig kraft til að bjarga?+
Fiskurinn úldnar vegna vatnsleysis
og deyr úr þorsta.
4 Alvaldur Drottinn Jehóva hefur kennt mér hvað ég á að segja*+
svo að ég geti valið réttu orðin+ til að svara hinum þreytta.*
Hann vekur mig á hverjum morgni,
hann vekur eyra mitt svo að ég hlusti eins og nemandi.+
Ég sneri mér ekki undan.+
6 Ég bauð bak mitt þeim sem slógu mig
og vanga mína þeim sem reyttu af mér skeggið.
Ég huldi ekki andlitið fyrir háðsglósum og hrákum.+
7 En alvaldur Drottinn Jehóva hjálpar mér.+
Þess vegna finnst mér ég ekki vera niðurlægður,
þess vegna geri ég andlitið hart eins og tinnustein+
og ég veit að ég þarf ekki að skammast mín.
8 Sá sem lýsir mig réttlátan er nálægur.
Mætumst augliti til auglitis.
Hver vill höfða mál gegn mér?
Komi hann til mín.
9 Alvaldur Drottinn Jehóva hjálpar mér.
Hver getur þá sakfellt mig?
Þeir verða allir eins og slitin flík,
mölur étur þá upp.
Hver hefur gengið í niðamyrkri án nokkurrar ljósglætu?
Hann treysti á nafn Jehóva og reiði sig á Guð sinn.
11 „Þið allir sem kveikið eld
og látið neistana fljúga:
Gangið í bjarmanum af eldinum,
innan um neistana sem þið hafið kveikt.
Þetta er það sem þið fáið af minni hendi:
Þið munuð liggja sárkvaldir.