Esterarbók
10 Ahasverus konungur kom á nauðungarvinnu í landinu og á eyjum hafsins.
2 Öll afrek hans og stórvirki eru skráð í bókinni um sögu+ konunga Medíu og Persíu,+ auk ítarlegrar lýsingar á þeirri háu stöðu sem konungur veitti Mordekaí.+ 3 Mordekaí Gyðingur var næstur Ahasverusi konungi að völdum. Hann var mikils metinn* meðal Gyðinga og virtur af öllum ættbræðrum sínum. Hann bar hag þjóðar sinnar fyrir brjósti og vann að velferð allra afkomenda hennar.