Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 2. Samúelsbók 4
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

2. Samúelsbók – yfirlit

      • Ísbóset ráðinn af dögum (1–8)

      • Davíð lætur drepa morðingjana (9–12)

2. Samúelsbók 4:1

Millivísanir

  • +2Sa 2:8
  • +2Sa 3:27

2. Samúelsbók 4:2

Millivísanir

  • +Jós 9:17; 18:21, 25

2. Samúelsbók 4:3

Millivísanir

  • +Neh 11:31, 33

2. Samúelsbók 4:4

Neðanmáls

  • *

    Eða „lamaður“.

Millivísanir

  • +1Sa 20:16
  • +2Sa 9:3
  • +1Sa 29:1, 11
  • +2Sa 9:13; 1Kr 8:34

2. Samúelsbók 4:6

Millivísanir

  • +2Sa 4:2

2. Samúelsbók 4:8

Millivísanir

  • +2Sa 2:10
  • +1Sa 18:28, 29
  • +1Sa 18:10, 11; 20:1, 33; 23:15

2. Samúelsbók 4:9

Millivísanir

  • +1Sa 24:12; 26:25; 2Sa 12:7; Sl 34:7

2. Samúelsbók 4:10

Millivísanir

  • +2Sa 1:2, 4
  • +2Sa 1:13–15

2. Samúelsbók 4:11

Millivísanir

  • +1Mó 9:6; 2Mó 21:12; 4Mó 35:16, 30

2. Samúelsbók 4:12

Millivísanir

  • +Sl 55:23
  • +5Mó 21:22

Almennt

2. Sam. 4:12Sa 2:8
2. Sam. 4:12Sa 3:27
2. Sam. 4:2Jós 9:17; 18:21, 25
2. Sam. 4:3Neh 11:31, 33
2. Sam. 4:41Sa 20:16
2. Sam. 4:42Sa 9:3
2. Sam. 4:41Sa 29:1, 11
2. Sam. 4:42Sa 9:13; 1Kr 8:34
2. Sam. 4:62Sa 4:2
2. Sam. 4:82Sa 2:10
2. Sam. 4:81Sa 18:28, 29
2. Sam. 4:81Sa 18:10, 11; 20:1, 33; 23:15
2. Sam. 4:91Sa 24:12; 26:25; 2Sa 12:7; Sl 34:7
2. Sam. 4:102Sa 1:2, 4
2. Sam. 4:102Sa 1:13–15
2. Sam. 4:111Mó 9:6; 2Mó 21:12; 4Mó 35:16, 30
2. Sam. 4:12Sl 55:23
2. Sam. 4:125Mó 21:22
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
Biblían – Nýheimsþýðingin
2. Samúelsbók 4:1–12

Síðari Samúelsbók

4 Þegar Ísbóset+ sonur Sáls frétti að Abner væri dáinn í Hebron+ féllust honum hendur og allir Ísraelsmenn urðu óttaslegnir. 2 Sonur Sáls hafði hjá sér tvo menn sem fóru fyrir ránsflokkum hans. Annar þeirra hét Baana en hinn Rekab. Þeir voru synir Rimmons frá Beerót af ættkvísl Benjamíns. (En Beerót+ taldist einnig til Benjamíns. 3 Íbúar Beerót flúðu til Gittaím+ og búa þar sem útlendingar enn þann dag í dag.)

4 Jónatan+ sonur Sáls átti son sem var bæklaður* á fótum.+ Hann var fimm ára þegar fréttin um dauða Sáls og Jónatans barst frá Jesreel.+ Fóstra hans tók hann upp og flúði í ofboði en missti hann á flóttanum. Upp frá því var hann bæklaður. Hann hét Mefíbóset.+

5 Einhverju sinni komu Rekab og Baana, synir Rimmons frá Beerót, inn í hús Ísbósets á heitasta tíma dags, en þá hafði Ísbóset fengið sér miðdegisblund. 6 Rekab og Baana+ bróðir hans fóru inn í húsið og þóttust ætla að sækja hveiti en í staðinn stungu þeir Ísbóset í kviðinn og forðuðu sér. 7 Þegar þeir komu inn í húsið lá Ísbóset í rúminu í svefnherbergi sínu. Þeir stungu hann til bana, hjuggu af honum höfuðið og tóku það með sér. Síðan gengu þeir eftir veginum til Araba alla nóttina. 8 Þegar þeir komu til Hebron færðu þeir Davíð höfuð Ísbósets+ og sögðu við konung: „Hér er höfuð Ísbósets, sonar Sáls óvinar þíns+ sem sóttist eftir lífi þínu.+ Í dag hefur Jehóva veitt herra mínum og konungi hefnd á Sál og afkomendum hans.“

9 En Davíð svaraði Rekab og Baana bróður hans, sonum Rimmons frá Beerót: „Svo sannarlega sem Jehóva lifir, hann sem hefur bjargað mér úr öllum erfiðleikum,+ 10 þá lét ég handsama og drepa manninn sem sagði mér í Siklag að Sál væri dáinn+ og hélt að hann færði mér góðar fréttir.+ Það voru sögulaunin sem hann fékk frá mér. 11 Og nú, þegar illmenni hafa drepið réttlátan mann í rúmi hans í eigin húsi, ætti ég þá ekki miklu frekar að krefjast blóðs hans af ykkur+ og afmá ykkur af jörðinni?“ 12 Síðan skipaði Davíð ungu mönnunum að drepa þá.+ Þeir hjuggu af þeim hendur og fætur og hengdu þá upp+ við tjörnina í Hebron. En höfuð Ísbósets tóku þeir og lögðu í gröf Abners í Hebron.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila