Jeremía
24 Jehóva sýndi mér tvær körfur með fíkjum sem stóðu fyrir framan musteri Jehóva. Þetta gerðist eftir að Nebúkadnesar* konungur Babýlonar hafði flutt Jekonja*+ Jójakímsson+ Júdakonung í útlegð ásamt höfðingjum Júda, handverksmönnum og málmsmiðum.* Hann flutti þá frá Jerúsalem til Babýlonar.+ 2 Í annarri körfunni voru mjög góðar fíkjur sem líktust snemmþroska fíkjum en í hinni körfunni voru mjög vondar fíkjur, svo vondar að þær voru óætar.
3 Jehóva spurði mig: „Hvað sérðu, Jeremía?“ Ég svaraði: „Fíkjur. Góðu fíkjurnar eru mjög góðar en þær vondu eru mjög vondar, svo vondar að þær eru óætar.“+
4 Þá kom orð Jehóva til mín: 5 „Jehóva Guð Ísraels segir: ‚Útlagarnir frá Júda, sem ég hef sent burt frá þessum stað til lands Kaldea, eru eins og þessar góðu fíkjur. Ég lít á þá með velþóknun. 6 Ég vaki yfir þeim, þeim til góðs, og leiði þá aftur til þessa lands.+ Ég byggi þá upp og ríf þá ekki niður. Ég gróðurset þá og ríf þá ekki upp með rótum.+ 7 Ég gef þeim hjarta sem vill þekkja mig, að ég er Jehóva.+ Þeir verða fólk mitt og ég verð Guð þeirra+ því að þeir munu snúa sér til mín af öllu hjarta.+
8 En þetta segir Jehóva um vondu fíkjurnar sem eru svo vondar að þær eru óætar:+ „Þannig lít ég á Sedekía+ Júdakonung, höfðingja hans og þá sem eftir eru af Jerúsalembúum, bæði þá sem eru enn í þessu landi og þá sem búa í Egyptalandi.+ 9 Ég leiði slíkar hörmungar yfir þá að öll ríki jarðar hryllir við þeim.+ Þeir verða smánaðir, hafðir að máltæki og menn munu gera gys að þeim og bölva þeim+ á öllum þeim stöðum sem ég tvístra þeim til.+ 10 Ég sendi sverð,+ hungursneyð og drepsótt* gegn þeim+ þar til þeim hefur verið útrýmt úr landinu sem ég gaf þeim og forfeðrum þeirra.“‘“