Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Esekíel 39
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

Esekíel – yfirlit

      • Góg og hersveitum hans eytt (1–10)

      • Greftrun í Hamón Góg-dal (11–20)

      • Ísrael snýr aftur heim (21–29)

        • Anda Guðs úthellt yfir Ísraelsmenn (29)

Esekíel 39:1

Millivísanir

  • +Esk 38:2
  • +Esk 27:13; 32:26

Esekíel 39:2

Millivísanir

  • +Esk 38:4, 15

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Spádómur Daníelsbókar, bls. 283

Esekíel 39:4

Millivísanir

  • +Esk 38:21
  • +Op 19:17, 18

Esekíel 39:5

Millivísanir

  • +Jer 25:33

Esekíel 39:6

Millivísanir

  • +Esk 38:22

Esekíel 39:7

Millivísanir

  • +Esk 38:16
  • +Jes 6:3

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.10.2012, bls. 27

Esekíel 39:9

Neðanmáls

  • *

    Eða „buklurum“. Buklari var lítill skjöldur, gjarnan borinn af bogaskyttum.

  • *

    Eða hugsanl. „oddhvössum lagvopnum“.

Millivísanir

  • +Sl 46:9

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.2.1990, bls. 27

Esekíel 39:11

Neðanmáls

  • *

    Eða „Gógsmúgadalur“.

Millivísanir

  • +Esk 38:2
  • +Esk 39:15

Esekíel 39:12

Millivísanir

  • +5Mó 21:22, 23

Esekíel 39:13

Millivísanir

  • +Esk 38:16

Esekíel 39:15

Millivísanir

  • +Esk 39:11

Esekíel 39:16

Neðanmáls

  • *

    Sem þýðir ‚múgur‘.

Millivísanir

  • +Esk 39:12

Esekíel 39:17

Millivísanir

  • +Jes 34:6–8; Jer 46:10; Sef 1:7
  • +Op 19:17, 18

Esekíel 39:20

Millivísanir

  • +Esk 38:4–6; Hag 2:22; Op 19:17, 18

Esekíel 39:21

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „hönd mína“.

Millivísanir

  • +2Mó 7:4; 14:4; Jes 37:20; Esk 38:16; Mal 1:11

Esekíel 39:23

Millivísanir

  • +2Kr 7:21, 22
  • +5Mó 31:18; Jes 59:2
  • +3Mó 26:24, 25; 5Mó 32:30; Sl 106:40, 41

Esekíel 39:25

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „sýni ég heilögu nafni mínu óskipta hollustu“.

Millivísanir

  • +Jer 30:3; Esk 34:13
  • +Hós 1:11; Sak 1:16
  • +Esk 36:21

Esekíel 39:26

Millivísanir

  • +Dan 9:16
  • +3Mó 26:5, 6

Esekíel 39:27

Millivísanir

  • +Jer 30:10; Am 9:14; Sef 3:20
  • +Jes 5:16; Esk 36:23

Esekíel 39:28

Millivísanir

  • +5Mó 30:4

Esekíel 39:29

Millivísanir

  • +Jes 32:14, 15; Jl 2:28
  • +Jes 45:17; 54:8; Jer 29:14

Almennt

Esek. 39:1Esk 38:2
Esek. 39:1Esk 27:13; 32:26
Esek. 39:2Esk 38:4, 15
Esek. 39:4Esk 38:21
Esek. 39:4Op 19:17, 18
Esek. 39:5Jer 25:33
Esek. 39:6Esk 38:22
Esek. 39:7Esk 38:16
Esek. 39:7Jes 6:3
Esek. 39:9Sl 46:9
Esek. 39:11Esk 38:2
Esek. 39:11Esk 39:15
Esek. 39:125Mó 21:22, 23
Esek. 39:13Esk 38:16
Esek. 39:15Esk 39:11
Esek. 39:16Esk 39:12
Esek. 39:17Jes 34:6–8; Jer 46:10; Sef 1:7
Esek. 39:17Op 19:17, 18
Esek. 39:20Esk 38:4–6; Hag 2:22; Op 19:17, 18
Esek. 39:212Mó 7:4; 14:4; Jes 37:20; Esk 38:16; Mal 1:11
Esek. 39:232Kr 7:21, 22
Esek. 39:235Mó 31:18; Jes 59:2
Esek. 39:233Mó 26:24, 25; 5Mó 32:30; Sl 106:40, 41
Esek. 39:25Jer 30:3; Esk 34:13
Esek. 39:25Hós 1:11; Sak 1:16
Esek. 39:25Esk 36:21
Esek. 39:26Dan 9:16
Esek. 39:263Mó 26:5, 6
Esek. 39:27Jer 30:10; Am 9:14; Sef 3:20
Esek. 39:27Jes 5:16; Esk 36:23
Esek. 39:285Mó 30:4
Esek. 39:29Jes 32:14, 15; Jl 2:28
Esek. 39:29Jes 45:17; 54:8; Jer 29:14
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
Biblían – Nýheimsþýðingin
Esekíel 39:1–29

Esekíel

39 Mannssonur, spáðu gegn Góg+ og segðu við hann: ‚Þetta segir alvaldur Drottinn Jehóva: „Ég held gegn þér, Góg, æðsti höfðingi yfir Mesek og Túbal.+ 2 Ég sný þér við og teymi þig áfram, sæki þig til fjarlægustu norðurslóða+ og leiði þig upp á fjöll Ísraels. 3 Ég slæ bogann úr vinstri hendi þinni og læt örvarnar detta úr þeirri hægri. 4 Þú skalt falla á fjöllum Ísraels,+ þú og allar hersveitir þínar ásamt þjóðunum sem verða með þér. Þú verður að æti handa alls konar ránfuglum og villidýrum jarðar.“‘+

5 ‚Þú munt falla úti á víðavangi+ því að ég hef talað,‘ segir alvaldur Drottinn Jehóva.

6 ‚Ég sendi eld gegn Magóg og þeim sem búa óttalausir á eyjunum,+ og þeir komast að raun um að ég er Jehóva. 7 Ég geri heilagt nafn mitt þekkt meðal fólks míns, Ísraels, og ég leyfi ekki að heilagt nafn mitt verði vanhelgað framar. Þjóðirnar munu skilja að ég er Jehóva,+ Hinn heilagi í Ísrael.‘+

8 ‚Já, þetta kemur fram og það verður,‘ segir alvaldur Drottinn Jehóva. ‚Þetta er dagurinn sem ég hef talað um. 9 Íbúar borganna í Ísrael fara út og kveikja í vopnunum – smáum* og stórum skjöldum, bogum og örvum, kylfum* og spjótum. Þeir nota þau í sjö ár til að kveikja bál.+ 10 Þeir þurfa ekki að safna viði úti á víðavangi né sækja eldivið í skógana því að þeir nota vopnin sem eldsneyti.‘

‚Þeir munu ræna þá sem rændu þá og taka herfang af þeim sem tóku herfang af þeim,‘ segir alvaldur Drottinn Jehóva.

11 ‚Þann dag fæ ég Góg+ legstað í Ísrael, í dalnum sem farið er um austan hafsins, og menn komast ekki lengur um hann. Þar verður Góg og allt hans lið grafið og dalurinn verður kallaður Hamón Góg-dalur.*+ 12 Það tekur Ísraelsmenn sjö mánuði að jarða þá og hreinsa landið.+ 13 Allir landsmenn taka þátt í að jarða þá og það verður þeim til frægðar daginn sem ég geri mig dýrlegan,‘+ segir alvaldur Drottinn Jehóva.

14 ‚Menn verða valdir til að ferðast sífellt um landið og hreinsa það með því að jarða líkin sem liggja þar enn. Þeir halda leitinni áfram í sjö mánuði. 15 Þegar þeir sem ferðast um landið rekast á mannabein skulu þeir merkja staðinn. Grafarmennirnir grafa það síðan í Hamón Góg-dalnum.+ 16 Þar verður einnig borg sem heitir Hamóna.* Og menn munu hreinsa landið.‘+

17 Mannssonur, þetta segir alvaldur Drottinn Jehóva: ‚Segðu við alla fugla og öll villidýr jarðar: „Safnist saman og komið. Safnist saman í kringum fórnina sem ég bý ykkur, mikla fórn á fjöllum Ísraels.+ Þið skuluð éta kjöt og drekka blóð.+ 18 Þið munuð éta kjöt kappa og drekka blóð höfðingja jarðarinnar – hrúta, lamba, geita og nauta – allra alidýra Basans. 19 Þið munuð háma í ykkur fitu og drekka ykkur drukkin af blóði fórnarinnar sem ég bý ykkur.“‘

20 ‚Við borð mitt étið þið nægju ykkar af hestum og vagnstjórum, köppum og alls konar hermönnum,‘+ segir alvaldur Drottinn Jehóva.

21 ‚Ég mun birta dýrð mína meðal þjóðanna og allar þjóðir átta sig á að ég hef fullnægt dómi og sýnt mátt minn* meðal þeirra.+ 22 Þaðan í frá munu Ísraelsmenn skilja að ég er Jehóva Guð þeirra. 23 Og þjóðirnar átta sig á að Ísraelsmenn fóru í útlegð vegna sinnar eigin syndar, þeir voru mér ótrúir.+ Ég huldi því andlit mitt fyrir þeim+ og gaf þá óvinum þeirra á vald+ svo að þeir féllu allir fyrir sverði. 24 Ég fór með þá eins og þeir áttu skilið vegna óhreinleika þeirra og misgerða og huldi andlitið fyrir þeim.‘

25 Þess vegna segir alvaldur Drottinn Jehóva: ‚Ég læt útlæga afkomendur Jakobs snúa aftur heim+ og sýni öllum Ísraelsmönnum miskunn.+ Af brennandi ákafa ver ég heilagt nafn mitt.*+ 26 Eftir að hafa verið auðmýktir fyrir öll svikin við mig+ búa þeir öruggir í landi sínu án þess að nokkur hræði þá.+ 27 Þegar ég flyt þá heim frá þjóðunum og safna þeim saman frá löndum óvina þeirra+ sjá margar þjóðir að ég er heilagur Guð.‘+

28 ‚Þeir komast að raun um að ég er Jehóva Guð þeirra þegar ég sendi þá í útlegð til þjóðanna og safna þeim síðan aftur saman í landi þeirra og skil engan eftir.+ 29 Ég úthelli anda mínum yfir Ísraelsmenn+ og hyl ekki lengur andlitið fyrir þeim,‘+ segir alvaldur Drottinn Jehóva.“

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila