Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Esekíel 7
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

Esekíel – yfirlit

      • Endirinn er kominn (1–27)

        • Fordæmalaus ógæfa (5)

        • Peningum hent á göturnar (19)

        • Musterið verður vanhelgað (22)

Esekíel 7:2

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.11.1988, bls. 19

Esekíel 7:4

Millivísanir

  • +Esk 5:11
  • +Jer 16:18; Esk 16:43
  • +Esk 6:13

Esekíel 7:5

Millivísanir

  • +2Kon 21:12; Dan 9:12

Esekíel 7:7

Neðanmáls

  • *

    Eða hugsanl. „Blómsveigurinn er kominn“.

Millivísanir

  • +Sef 1:14

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.7.2007, bls. 7

    1.11.1988, bls. 19

Esekíel 7:8

Millivísanir

  • +2Kr 34:21
  • +Jer 7:20; Esk 5:13

Esekíel 7:9

Millivísanir

  • +Jer 13:14
  • +Jes 66:6; Esk 33:29

Esekíel 7:10

Neðanmáls

  • *

    Eða hugsanl. „Blómsveigurinn er kominn“.

Millivísanir

  • +Sef 1:14

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.11.1988, bls. 19

Esekíel 7:11

Millivísanir

  • +Jes 59:6; Jer 6:7; Mík 6:12

Esekíel 7:12

Neðanmáls

  • *

    Það er, hvorki kaupandi né seljandi eignar hefur hag af kaupunum þar sem eyðingin kemur yfir alla.

Millivísanir

  • +Sef 1:18

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.11.1988, bls. 19

Esekíel 7:13

Neðanmáls

  • *

    Eða hugsanl. „og enginn heldur lífi með því að syndga“.

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.11.1988, bls. 19

Esekíel 7:14

Millivísanir

  • +Jer 4:5
  • +Jer 7:20; 12:12

Esekíel 7:15

Millivísanir

  • +3Mó 26:25
  • +Jer 14:18; Esk 5:12

Esekíel 7:16

Millivísanir

  • +Jes 59:11

Esekíel 7:17

Neðanmáls

  • *

    Það er, þeir missa þvag sökum ótta.

Millivísanir

  • +Esk 21:7

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.11.1988, bls. 19

Esekíel 7:18

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „skelfing hylur þá“.

  • *

    Það er, vegna sorgar.

Millivísanir

  • +Jes 3:24
  • +Jes 22:12

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.11.1988, bls. 19

Esekíel 7:19

Millivísanir

  • +Okv 11:4; Sef 1:18

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.11.1988, bls. 19

Esekíel 7:20

Neðanmáls

  • *

    Það er, skartgripunum úr gulli og silfri.

  • *

    Það er, silfrinu og gullinu sem notað var í skurðgoðin.

Millivísanir

  • +2Kon 21:1, 7; Jer 7:30

Esekíel 7:22

Neðanmáls

  • *

    Greinilega er átt við innsta hluta helgidóms Jehóva.

Millivísanir

  • +Jer 18:17
  • +2Kr 36:19; Hlj 1:10

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.11.1988, bls. 19

Esekíel 7:23

Millivísanir

  • +Jer 39:6, 7; Hlj 3:7
  • +2Kon 21:16; 24:3, 4; Jer 2:34; Esk 9:9
  • +Jes 59:6; Mík 2:2

Esekíel 7:24

Millivísanir

  • +5Mó 28:48–51; Esk 21:31; Hab 1:6
  • +Jer 6:12; Hlj 5:2
  • +Esk 21:2

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.11.1988, bls. 19

Esekíel 7:25

Millivísanir

  • +Jes 57:21; Jer 8:15

Esekíel 7:26

Neðanmáls

  • *

    Eða „fræðsla heyrist; leiðsögn heyrist“.

Millivísanir

  • +Jer 21:1, 2; 37:17
  • +Sl 74:9; Hlj 2:9; Esk 20:3

Esekíel 7:27

Millivísanir

  • +Jer 52:10
  • +Esk 6:13

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.11.1988, bls. 19

Almennt

Esek. 7:4Esk 5:11
Esek. 7:4Jer 16:18; Esk 16:43
Esek. 7:4Esk 6:13
Esek. 7:52Kon 21:12; Dan 9:12
Esek. 7:7Sef 1:14
Esek. 7:82Kr 34:21
Esek. 7:8Jer 7:20; Esk 5:13
Esek. 7:9Jer 13:14
Esek. 7:9Jes 66:6; Esk 33:29
Esek. 7:10Sef 1:14
Esek. 7:11Jes 59:6; Jer 6:7; Mík 6:12
Esek. 7:12Sef 1:18
Esek. 7:14Jer 4:5
Esek. 7:14Jer 7:20; 12:12
Esek. 7:153Mó 26:25
Esek. 7:15Jer 14:18; Esk 5:12
Esek. 7:16Jes 59:11
Esek. 7:17Esk 21:7
Esek. 7:18Jes 3:24
Esek. 7:18Jes 22:12
Esek. 7:19Okv 11:4; Sef 1:18
Esek. 7:202Kon 21:1, 7; Jer 7:30
Esek. 7:22Jer 18:17
Esek. 7:222Kr 36:19; Hlj 1:10
Esek. 7:23Jer 39:6, 7; Hlj 3:7
Esek. 7:232Kon 21:16; 24:3, 4; Jer 2:34; Esk 9:9
Esek. 7:23Jes 59:6; Mík 2:2
Esek. 7:245Mó 28:48–51; Esk 21:31; Hab 1:6
Esek. 7:24Jer 6:12; Hlj 5:2
Esek. 7:24Esk 21:2
Esek. 7:25Jes 57:21; Jer 8:15
Esek. 7:26Jer 21:1, 2; 37:17
Esek. 7:26Sl 74:9; Hlj 2:9; Esk 20:3
Esek. 7:27Jer 52:10
Esek. 7:27Esk 6:13
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
Biblían – Nýheimsþýðingin
Esekíel 7:1–27

Esekíel

7 Orð Jehóva kom aftur til mín: 2 „Mannssonur, þetta segir alvaldur Drottinn Jehóva við land Ísraels: ‚Endir! Endirinn er kominn yfir landshornin fjögur. 3 Endirinn er kominn yfir þig og ég gef reiði minni gegn þér lausan tauminn. Ég dæmi þig eftir hegðun þinni og læt þig svara til saka fyrir öll þín viðbjóðslegu verk. 4 Ég mun ekki vorkenna þér né sýna meðaumkun.+ Ég læt þig súpa seyðið af hegðun þinni og taka afleiðingum viðbjóðslegra verka þinna.+ Þið munuð skilja að ég er Jehóva.‘+

5 Alvaldur Drottinn Jehóva segir: ‚Ógæfa kemur, fordæmalaus ógæfa.+ 6 Endir er í nánd, endirinn kemur. Hann kemur skyndilega yfir þig. Sjáðu! Hann er á leiðinni. 7 Nú er komið að þér,* þú sem býrð í landinu. Tíminn kemur, dagurinn er í nánd.+ Ringulreið er á fjöllunum og engin gleðióp heyrast.

8 Innan skamms úthelli ég heift minni yfir þig+ og gef allri reiði minni gegn þér lausan tauminn.+ Ég dæmi þig eftir hegðun þinni og læt þig svara til saka fyrir öll þín viðbjóðslegu verk. 9 Ég mun ekki vorkenna þér né sýna meðaumkun.+ Ég læt þig súpa seyðið af hegðun þinni og taka afleiðingum viðbjóðslegra verka þinna. Þið munuð skilja að það er ég, Jehóva, sem refsa ykkur.+

10 Sjáðu, dagurinn er nálægur!+ Nú er komið að þér.* Refsivöndurinn er tilbúinn og hrokinn blómstrar. 11 Ofbeldið hefur vaxið og orðið að vendi illskunnar.+ Enginn þeirra lifir af. Hvorki auður þeirra né upphefð stendur eftir. 12 Tíminn kemur, dagurinn rennur upp. Kaupandinn fagni ekki og seljandinn syrgi ekki því að reiðin bitnar á öllum.*+ 13 Seljandinn snýr ekki aftur til þess sem hann seldi þótt hann haldi lífi því að sýnin á við allt fólkið. Enginn snýr aftur og vegna syndar sinnar heldur enginn lífi.*

14 Blásið er í lúður+ og allir eru tilbúnir en enginn fer í stríð því að reiði mín beinist að öllu fólkinu.+ 15 Sverðið herjar úti fyrir+ og drepsótt og hungursneyð inni fyrir. Sá sem er úti á akri fellur fyrir sverði og þeir sem eru inni í borginni verða hungri og drepsótt að bráð.+ 16 Þeir sem lifa af og flýja til fjalla hljóma eins og dúfurnar í dölunum og kveina yfir synd sinni.+ 17 Öllum fallast hendur og vatn drýpur af hverju hné.*+ 18 Þeir klæðast hærusekk+ og skjálfa af hræðslu.* Allir verða auðmýktir og hvert höfuð rakað.*+

19 Þeir henda silfri sínu á göturnar og fá viðbjóð á gullinu. Hvorki silfur þeirra né gull getur bjargað þeim á reiðidegi Jehóva.+ Þeir geta ekki satt hungrið né fyllt magann með því. Það er orðið steinn í götu þeirra og kemur þeim til að syndga. 20 Þeir voru stoltir af fallegum skartgripum sínum og gerðu úr þeim* viðbjóðsleg líkneski, andstyggileg skurðgoð.+ Þess vegna læt ég þá fá viðbjóð á því.* 21 Ég gef það útlendingum að ránsfeng og hinum illu á jörðinni að herfangi, og þeir munu vanhelga það.

22 Ég sný mér frá þeim+ og þeir vanhelga minn hulda stað.* Ræningjar fara þar inn og vanhelga hann.+

23 Búið til fjötra+ því að blóði þeirra sem sæta ranglátum dómi er úthellt um allt land+ og borgin er full af ofbeldi.+ 24 Ég leiði þangað verstu menn þjóðanna+ og þeir kasta eign sinni á hús þeirra.+ Ég bind enda á stolt hinna öflugu og helgidómar þeirra verða vanhelgaðir.+ 25 Þegar angist grípur þá leita þeir friðar en án árangurs.+ 26 Hver ógæfan fylgir annarri og hver fréttin rekur aðra. Fólk leitar til spámanns til að spyrja hvort hann hafi séð sýn+ en lögin heyrast* ekki af vörum prestsins og ráð öldunganna eru gagnslaus.+ 27 Konungurinn mun syrgja,+ höfðinginn klæðast örvæntingu og hendur landsmanna skjálfa af ótta. Ég fer með þá eins og þeir hafa unnið til og dæmi þá eins og þeir hafa dæmt. Og þeir munu komast að raun um að ég er Jehóva.‘“+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila