Fjórða Mósebók
5 Jehóva sagði við Móse: 2 „Segðu Ísraelsmönnum að láta alla holdsveika,+ alla sem eru með útferð+ og alla sem eru óhreinir vegna látinnar manneskju*+ yfirgefa búðirnar. 3 Hvort sem það er karl eða kona skuluð þið láta þau fara. Þið skuluð láta þau yfirgefa búðirnar svo að fólkið í búðunum óhreinkist ekki,+ en ég bý* á meðal þess.“+ 4 Ísraelsmenn gerðu þetta og létu þau yfirgefa búðirnar. Þeir gerðu eins og Jehóva hafði sagt Móse.
5 Jehóva hélt áfram og sagði við Móse: 6 „Segðu við Ísraelsmenn: ‚Ef maður eða kona drýgir einhverja af þeim syndum sem menn drýgja og eru Jehóva ótrú verður sá einstaklingur sekur.+ 7 Hinn seki á* að játa+ synd sína og greiða fullar bætur fyrir sekt sína og fimmtung að auki.+ Hann á að greiða þær þeim sem hann syndgaði gegn. 8 En ef sá er dáinn og á ekki náinn ættingja til að taka við bótunum skal greiða þær Jehóva og þær renna til prestsins, fyrir utan hrútinn sem presturinn færir í friðþægingarfórn fyrir hann.+
9 Öll heilög framlög+ sem Ísraelsmenn færa prestinum skulu verða eign hans.+ 10 Heilagar gjafir hvers og eins tilheyra honum. Allt sem prestinum er gefið á að tilheyra honum.‘“
11 Jehóva sagði síðan við Móse: 12 „Segðu við Ísraelsmenn: ‚Segjum að gift kona syndgi og sé eiginmanni sínum ótrú. 13 Annar maður hefur kynmök við hana+ en maðurinn hennar veit ekki af því og það kemur ekki í ljós. Hún hefur óhreinkað sig en engin vitni eru að því og hún var ekki staðin að verki. Þá skal gera eftirfarandi: 14 Ef eiginmaðurinn verður afbrýðisamur og grunar að konan hafi verið honum ótrú, hvort sem hún hefur óhreinkað sig eða ekki, 15 á hann að fara með hana til prestsins og hafa meðferðis tíunda hluta úr efu* af byggmjöli í fórn fyrir hana. Hann á ekki að hella olíu á það né leggja reykelsi ofan á vegna þess að það er afbrýðisfórn, kornfórn til að minna á sekt.
16 Presturinn á að leiða konuna fram og láta hana standa frammi fyrir Jehóva.+ 17 Hann á að setja heilagt vatn í leirker og taka smávegis af mold af gólfi tjaldbúðarinnar og setja í vatnið. 18 Presturinn á að láta konuna standa frammi fyrir Jehóva, leysa hár hennar og leggja í hendur hennar kornfórnina sem minnir á sekt, það er að segja afbrýðisfórnina.+ Hann á sjálfur að halda á beiska vatninu sem veldur bölvun.+
19 Presturinn skal síðan láta hana sverja eið og segja við hana: „Ef enginn annar hefur haft kynmök við þig síðan þú giftist manni þínum*+ og þú hefur ekki syndgað og orðið óhrein mun þetta beiska vatn sem veldur bölvun ekki hafa áhrif á þig. 20 En ef þú hefur syndgað síðan þú giftist manni þínum og orðið óhrein með því að hafa kynmök við annan mann …“+ 21 Presturinn skal nú láta konuna sverja bölvunareið og segja við hana: „Megi Jehóva láta þig verða víti til varnaðar sem fólk þitt nefnir þegar það lýsir yfir bölvun og sver eið. Ef þú hefur gert þetta lætur Jehóva mjaðmir* þínar rýrna* og kvið þinn þrútna. 22 Vatnið sem veldur bölvun fer inn í iður þín svo að kviður þinn þrútnar og mjaðmirnar* rýrna.“* Konan á þá að segja: „Amen, amen.“*
23 Presturinn á að skrifa þessar bölvanir í bók og skola letrið af í beiska vatninu. 24 Hann á síðan að láta konuna drekka beiska vatnið sem veldur bölvun og það fer inn í iður hennar og veldur beiskum kvölum. 25 Og presturinn skal taka afbrýðisfórnina+ úr höndum konunnar, veifa kornfórninni fram og aftur frammi fyrir Jehóva og fara með hana að altarinu. 26 Presturinn á að taka handfylli af kornfórninni til tákns um alla fórnina og láta hana brenna á altarinu.+ Síðan á hann að láta konuna drekka vatnið. 27 Þegar hann lætur hana drekka vatnið gerist þetta: Ef hún hefur óhreinkað sig og verið manni sínum ótrú fer vatnið sem veldur bölvun inn í iður hennar og veldur beiskum kvölum. Kviður hennar þrútnar, mjaðmirnar* rýrna* og hún verður víti til varnaðar sem fólk hennar nefnir þegar það lýsir yfir bölvun. 28 En ef konan hefur ekki óhreinkað sig og er hrein hlýtur hún ekki slíka refsingu heldur getur hún orðið þunguð og eignast börn.
29 Þetta eru lögin um afbrýðisemi+ sem eiga við þegar gift kona syndgar og verður óhrein 30 eða þegar maður verður afbrýðisamur og grunar konu sína um að hafa verið sér ótrú. Hann á þá að láta hana standa frammi fyrir Jehóva og presturinn skal fara með hana eins og segir í þessum lögum. 31 Maðurinn er saklaus en konan skal svara til saka fyrir það sem hún hefur gert.‘“