Jobsbók
16 Job svaraði:
2 „Ég hef heyrt margt af þessu tagi áður.
Þið eruð allir þreytandi huggarar!+
3 Er enginn endir á innantómum orðum?*
Hvað knýr ykkur til að svara á þennan hátt?
4 Ég gæti líka talað eins og þið.
6 Þótt ég tali linar það ekki kvöl mína+
og þótt ég þegi dregur ekki úr sársauka mínum.
8 Þú hefur líka hremmt mig eins og aðrir geta staðfest
og horaður líkami minn gengur fram og vitnar gegn mér.
9 Reiði hans hefur rifið mig í tætlur og hann sýnir mér fjandskap.+
Hann gnístir tönnum gegn mér.
Andstæðingur minn horfir á mig stingandi augum.+
10 Menn glenna upp ginið á móti mér+
og slá mig utan undir í háðungarskyni.
Þeir flykkjast gegn mér hópum saman.+
11 Guð gefur mig drengjum á vald
og kastar mér í hendur illmenna.+
12 Ég var áhyggjulaus en hann kom öllu í uppnám.+
Hann þreif í hnakkann á mér og molaði mig sundur.
Hann gerði mig að skotspæni sínum.
13 Bogmenn hans umkringja mig.+
Án meðaumkunar skýtur hann örvum gegnum nýru mín,+
hann lætur gallið úr mér renna á jörðina.
14 Hann brýtur niður varnir mínar eina af annarri,
hann gerir áhlaup á mig eins og hermaður.
16 Ég er rauður í framan af gráti+
og dimmur skuggi* er yfir augum mér
17 þótt hendur mínar hafi ekki beitt ofbeldi
og bæn mín sé hrein.
18 Jörð, hyldu ekki blóð mitt!+
Hróp mín finni engan hvíldarstað!
19 Ég á nú þegar vitni á himnum,
þann sem getur talað máli mínu í hæðum.
Síðan fer ég burt og á ekki afturkvæmt.+