114 Þegar Ísrael fór frá Egyptalandi,+
ætt Jakobs frá þjóð sem talaði erlent mál,
2 varð Júda helgidómur hans,
Ísrael ríki hans.+
3 Hafið sá það og flúði,+
Jórdan hörfaði undan.+
4 Fjöllin stukku um eins og hrútar,+
hæðirnar eins og lömb.
5 Hvað varð til þess, haf, að þú flúðir?+
Jórdan, af hverju hörfaðir þú?+
6 Hvers vegna stukkuð þið fjöll eins og hrútar,
þið hæðir eins og lömb?
7 Nötraðu, jörð, vegna Drottins,
vegna Guðs Jakobs+
8 sem breytir kletti í sefgróna tjörn,
tinnukletti í vatnslindir.+