Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Jóhannes 21
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

Jóhannes – yfirlit

      • Jesús birtist lærisveinunum (1–14)

      • Pétur lýsir yfir að hann elski Jesú (15–19)

        • „Fóðraðu lömbin mín“ (17)

      • Framtíð lærisveinsins sem Jesús elskaði (20–23)

      • Niðurlagsorð (24, 25)

Jóhannes 21:2

Millivísanir

  • +Jóh 11:16; 20:24
  • +Jóh 1:45
  • +Mt 4:21

Jóhannes 21:3

Millivísanir

  • +Lúk 5:4, 5

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.4.2010, bls. 25

Jóhannes 21:4

Millivísanir

  • +Lúk 24:15, 16; Jóh 20:11, 14

Jóhannes 21:5

Neðanmáls

  • *

    Eða „nokkurn fisk“.

Jóhannes 21:6

Millivísanir

  • +Lúk 5:4, 6

Jóhannes 21:7

Neðanmáls

  • *

    Eða „batt hann um sig“.

  • *

    Orðrétt „nakinn“.

Millivísanir

  • +Jóh 13:23; 19:26; 20:2

Jóhannes 21:8

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „um 200 álnir“. Sjá viðauka B14.

Jóhannes 21:14

Millivísanir

  • +Jóh 20:19, 26

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Mesta mikilmenni, kafli 130

Jóhannes 21:15

Millivísanir

  • +Lúk 22:32; Pos 20:28; 1Pé 5:2, 3

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Vitnum ítarlega, bls. 30

    Varðturninn (námsútgáfa),

    12.2017, bls. 13

    5.2017, bls. 22-23, 26

    Varðturninn,

    1.4.2010, bls. 25-26

    15.4.2008, bls. 32

    1.6.2007, bls. 17

    1.8.1992, bls. 16

    Mesta mikilmenni, kafli 130

Jóhannes 21:16

Millivísanir

  • +Pos 1:15; Heb 13:20; 1Pé 2:25

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.4.2010, bls. 25-26

    1.6.2007, bls. 17

Jóhannes 21:17

Millivísanir

  • +Jóh 10:14, 15

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    15.7.2013, bls. 16

    1.4.2010, bls. 25-26

    1.6.2007, bls. 17

    1.8.1992, bls. 16

    Mesta mikilmenni, kafli 130

Jóhannes 21:18

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Mesta mikilmenni, kafli 130

Jóhannes 21:19

Millivísanir

  • +Mt 19:28; Jóh 12:26; Op 14:4

Jóhannes 21:20

Millivísanir

  • +Jóh 13:23; 20:2

Jóhannes 21:22

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.3.2005, bls. 21

Jóhannes 21:24

Millivísanir

  • +Jóh 13:23; 19:26; 20:2; 21:7

Jóhannes 21:25

Millivísanir

  • +Jóh 20:30, 31

Almennt

Jóh. 21:2Jóh 11:16; 20:24
Jóh. 21:2Jóh 1:45
Jóh. 21:2Mt 4:21
Jóh. 21:3Lúk 5:4, 5
Jóh. 21:4Lúk 24:15, 16; Jóh 20:11, 14
Jóh. 21:6Lúk 5:4, 6
Jóh. 21:7Jóh 13:23; 19:26; 20:2
Jóh. 21:14Jóh 20:19, 26
Jóh. 21:15Lúk 22:32; Pos 20:28; 1Pé 5:2, 3
Jóh. 21:16Pos 1:15; Heb 13:20; 1Pé 2:25
Jóh. 21:17Jóh 10:14, 15
Jóh. 21:19Mt 19:28; Jóh 12:26; Op 14:4
Jóh. 21:20Jóh 13:23; 20:2
Jóh. 21:24Jóh 13:23; 19:26; 20:2; 21:7
Jóh. 21:25Jóh 20:30, 31
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
Biblían – Nýheimsþýðingin
Jóhannes 21:1–25

Jóhannes segir frá

21 Eftir þetta birtist Jesús lærisveinunum aftur, nú við Tíberíasvatn. Það gerðist með þessum hætti: 2 Þeir Símon Pétur, Tómas (sem var kallaður Tvíburinn),+ Natanael+ frá Kana í Galíleu, synir Sebedeusar+ og tveir lærisveinar til viðbótar voru þar saman. 3 Símon Pétur sagði: „Ég er farinn að veiða.“ „Við komum með þér,“ sögðu hinir. Þeir fóru og stigu um borð í bátinn en þá nóttina fengu þeir ekkert.+

4 Þegar fór að birta af degi stóð Jesús á ströndinni en lærisveinarnir áttuðu sig ekki á að það væri hann.+ 5 Jesús sagði við þá: „Börnin mín, eruð þið með nokkuð* að borða?“ „Nei,“ svöruðu þeir. 6 Þá sagði hann: „Kastið netinu hægra megin við bátinn, þá fáið þið eitthvað.“ Þeir köstuðu netinu en gátu ekki dregið það inn því að fiskurinn var svo mikill.+ 7 Lærisveinninn sem Jesús elskaði+ sagði þá við Pétur: „Þetta er Drottinn!“ Þegar Símon Pétur heyrði að það væri Drottinn brá hann yfir sig* flík, því að hann var fáklæddur,* og stökk út í vatnið. 8 En hinir lærisveinarnir komu á eftir á bátnum og drógu netið sem var fullt af fiski enda voru þeir skammt frá landi, aðeins um 90 metra.*

9 Þegar þeir stigu á land sáu þeir fisk á glóðum og brauð. 10 Jesús sagði við þá: „Komið með eitthvað af fiskinum sem þið voruð að veiða.“ 11 Símon Pétur fór þá um borð og dró netið á land, fullt af stórum fiskum, alls 153. En netið rifnaði ekki þótt þeir væru svona margir. 12 Jesús sagði við þá: „Komið og fáið ykkur morgunmat.“ Enginn af lærisveinunum þorði að spyrja hann: „Hver ertu?“ þar sem þeir vissu að það var Drottinn. 13 Jesús tók brauðið og gaf þeim og fiskinn sömuleiðis. 14 Þetta var í þriðja sinn+ sem hann birtist lærisveinunum eftir að hann var reistur upp frá dauðum.

15 Þegar þeir voru búnir að borða morgunmat sagði Jesús við Símon Pétur: „Símon Jóhannesson, elskarðu mig meira en þessa?“ Hann svaraði: „Já, Drottinn, þú veist að mér þykir mjög vænt um þig.“ Þá sagði Jesús: „Fóðraðu lömbin mín.“+ 16 Jesús spurði hann öðru sinni: „Símon Jóhannesson, elskarðu mig?“ Hann svaraði: „Já, Drottinn, þú veist að mér þykir mjög vænt um þig.“ Jesús sagði við hann: „Gættu lamba minna.“+ 17 Hann spurði hann í þriðja sinn: „Símon Jóhannesson, þykir þér vænt um mig?“ Pétur varð dapur að Jesús skyldi spyrja hann í þriðja sinn: „Þykir þér vænt um mig?“ og svaraði honum: „Drottinn, þú veist allt. Þú veist að mér þykir ákaflega vænt um þig.“ Jesús sagði við hann: „Fóðraðu lömbin mín.+ 18 Ég segi þér með sanni að þegar þú varst yngri klæddirðu þig sjálfur og fórst þangað sem þú vildir. En þegar þú ert orðinn gamall réttirðu út hendurnar og annar maður klæðir þig og fer með þig þangað sem þú vilt ekki.“ 19 Hann sagði þetta til að gefa til kynna með hvers konar dauðdaga Pétur myndi heiðra Guð. Síðan sagði hann við hann: „Haltu áfram að fylgja mér.“+

20 Pétur sneri sér við og sá lærisveininn sem Jesús elskaði+ fylgja þeim, þann sem hafði hallað sér upp að brjósti Jesú við kvöldmáltíðina og spurt: „Drottinn, hver er það sem svíkur þig?“ 21 Þegar Pétur kom auga á hann spurði hann Jesú: „Drottinn, hvað um þennan?“ 22 Jesús svaraði: „Ef ég vil að hann verði hér áfram þangað til ég kem, hvaða máli skiptir það þig? Haltu bara áfram að fylgja mér.“ 23 Sá orðrómur barst því út meðal bræðranna að þessi lærisveinn myndi ekki deyja. En Jesús hafði ekki sagt Pétri að hann myndi ekki deyja heldur sagði hann: „Ef ég vil að hann verði hér áfram þangað til ég kem, hvaða máli skiptir það þig?“

24 Það er þessi lærisveinn+ sem vitnar um þetta og hefur skrifað þetta, og við vitum að vitnisburður hans er sannur.

25 Jesús gerði reyndar margt annað og ef hvert einasta atriði væri skrifað niður held ég að heimurinn myndi ekki rúma allar bókrollurnar sem þá yrðu skrifaðar.+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila