Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 3. Mósebók 14
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

3. Mósebók – yfirlit

      • Hreinsun af holdsveiki (1–32)

      • Hreinsun sýktra húsa (33–57)

3. Mósebók 14:2

Millivísanir

  • +3Mó 13:2; Mt 8:4; Mr 1:44; Lúk 5:14; 17:14

3. Mósebók 14:4

Millivísanir

  • +3Mó 14:49–53; 4Mó 19:6, 9; Sl 51:7

3. Mósebók 14:7

Millivísanir

  • +3Mó 16:22

3. Mósebók 14:10

Neðanmáls

  • *

    Þrír tíundu úr efu jafngiltu 6,6 l. Sjá viðauka B14.

  • *

    Lógur jafngilti 0,31 l. Sjá viðauka B14.

Millivísanir

  • +3Mó 4:32
  • +3Mó 2:1
  • +Mr 1:44

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Mesta mikilmenni, kafli 25

3. Mósebók 14:11

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Mesta mikilmenni, kafli 25

3. Mósebók 14:12

Millivísanir

  • +3Mó 6:6
  • +3Mó 14:21, 24

3. Mósebók 14:13

Millivísanir

  • +3Mó 1:10, 11; 4:3, 4
  • +3Mó 2:3; 7:7; 1Kor 9:13; 10:18
  • +3Mó 6:25

3. Mósebók 14:15

Millivísanir

  • +3Mó 14:10

3. Mósebók 14:18

Millivísanir

  • +3Mó 6:7; 1Jó 1:7; 2:1, 2

3. Mósebók 14:19

Millivísanir

  • +3Mó 5:6

3. Mósebók 14:20

Millivísanir

  • +3Mó 2:1; 14:10; 4Mó 15:4
  • +Mt 8:4
  • +3Mó 14:9; Mr 1:44; Lúk 5:14; 17:14

3. Mósebók 14:21

Neðanmáls

  • *

    Tíundi hluti úr efu jafngilti 2,2 l. Sjá viðauka B14.

3. Mósebók 14:22

Millivísanir

  • +3Mó 1:14; 5:7; 12:8

3. Mósebók 14:23

Millivísanir

  • +3Mó 15:13, 14
  • +3Mó 14:10, 11

3. Mósebók 14:24

Millivísanir

  • +3Mó 6:6
  • +3Mó 14:12

3. Mósebók 14:25

Millivísanir

  • +3Mó 14:14

3. Mósebók 14:26

Millivísanir

  • +3Mó 14:15–18

3. Mósebók 14:30

Millivísanir

  • +3Mó 12:8; 14:22

3. Mósebók 14:31

Millivísanir

  • +3Mó 5:7
  • +3Mó 14:20

3. Mósebók 14:34

Millivísanir

  • +4Mó 35:10
  • +1Mó 17:8
  • +5Mó 7:12, 15

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Vaknið!,

    1.2006, bls. 14

3. Mósebók 14:38

Millivísanir

  • +3Mó 13:4, 50; 4Mó 12:15

3. Mósebók 14:44

Millivísanir

  • +3Mó 13:51

3. Mósebók 14:45

Millivísanir

  • +3Mó 14:41

3. Mósebók 14:46

Millivísanir

  • +3Mó 14:38
  • +3Mó 11:23–25; 15:8; 17:15; 22:4–6

3. Mósebók 14:49

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „hreinsa húsið af synd“.

Millivísanir

  • +3Mó 14:3, 4; 4Mó 19:6, 7

3. Mósebók 14:51

Millivísanir

  • +3Mó 14:6, 7

3. Mósebók 14:52

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „hreinsa húsið af synd“.

3. Mósebók 14:54

Millivísanir

  • +3Mó 13:30

3. Mósebók 14:55

Millivísanir

  • +3Mó 13:47
  • +3Mó 14:34

3. Mósebók 14:56

Millivísanir

  • +3Mó 13:2

3. Mósebók 14:57

Millivísanir

  • +3Mó 10:10; Esk 44:23
  • +5Mó 24:8

Almennt

3. Mós. 14:23Mó 13:2; Mt 8:4; Mr 1:44; Lúk 5:14; 17:14
3. Mós. 14:43Mó 14:49–53; 4Mó 19:6, 9; Sl 51:7
3. Mós. 14:73Mó 16:22
3. Mós. 14:103Mó 4:32
3. Mós. 14:103Mó 2:1
3. Mós. 14:10Mr 1:44
3. Mós. 14:123Mó 6:6
3. Mós. 14:123Mó 14:21, 24
3. Mós. 14:133Mó 1:10, 11; 4:3, 4
3. Mós. 14:133Mó 2:3; 7:7; 1Kor 9:13; 10:18
3. Mós. 14:133Mó 6:25
3. Mós. 14:153Mó 14:10
3. Mós. 14:183Mó 6:7; 1Jó 1:7; 2:1, 2
3. Mós. 14:193Mó 5:6
3. Mós. 14:203Mó 2:1; 14:10; 4Mó 15:4
3. Mós. 14:20Mt 8:4
3. Mós. 14:203Mó 14:9; Mr 1:44; Lúk 5:14; 17:14
3. Mós. 14:223Mó 1:14; 5:7; 12:8
3. Mós. 14:233Mó 15:13, 14
3. Mós. 14:233Mó 14:10, 11
3. Mós. 14:243Mó 6:6
3. Mós. 14:243Mó 14:12
3. Mós. 14:253Mó 14:14
3. Mós. 14:263Mó 14:15–18
3. Mós. 14:303Mó 12:8; 14:22
3. Mós. 14:313Mó 5:7
3. Mós. 14:313Mó 14:20
3. Mós. 14:344Mó 35:10
3. Mós. 14:341Mó 17:8
3. Mós. 14:345Mó 7:12, 15
3. Mós. 14:383Mó 13:4, 50; 4Mó 12:15
3. Mós. 14:443Mó 13:51
3. Mós. 14:453Mó 14:41
3. Mós. 14:463Mó 14:38
3. Mós. 14:463Mó 11:23–25; 15:8; 17:15; 22:4–6
3. Mós. 14:493Mó 14:3, 4; 4Mó 19:6, 7
3. Mós. 14:513Mó 14:6, 7
3. Mós. 14:543Mó 13:30
3. Mós. 14:553Mó 13:47
3. Mós. 14:553Mó 14:34
3. Mós. 14:563Mó 13:2
3. Mós. 14:573Mó 10:10; Esk 44:23
3. Mós. 14:575Mó 24:8
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
  • 30
  • 31
  • 32
  • 33
  • 34
  • 35
  • 36
  • 37
  • 38
  • 39
  • 40
  • 41
  • 42
  • 43
  • 44
  • 45
  • 46
  • 47
  • 48
  • 49
  • 50
  • 51
  • 52
  • 53
  • 54
  • 55
  • 56
  • 57
Biblían – Nýheimsþýðingin
3. Mósebók 14:1–57

Þriðja Mósebók

14 Jehóva hélt áfram og sagði við Móse: 2 „Þetta eru lögin sem holdsveikur maður á að fylgja daginn sem staðfest er að hann sé hreinn og hann er leiddur fyrir prestinn.+ 3 Presturinn á að fara út fyrir búðirnar og skoða hann. Ef maðurinn er læknaður af holdsveikinni 4 á presturinn að biðja hann um að koma með tvo hreina fugla, sedrusvið, skarlatsrautt efni og ísóp fyrir hreinsunina.+ 5 Presturinn skal gefa fyrirmæli um að öðrum fuglinum sé slátrað yfir leirkeri með fersku vatni. 6 Hann á síðan að taka lifandi fuglinn ásamt sedrusviðnum, skarlatsrauða efninu og ísópnum og dýfa því öllu saman í blóð fuglsins sem var slátrað yfir ferska vatninu. 7 Hann á að sletta því sjö sinnum á þann sem er að hreinsa sig af holdsveikinni og úrskurða hann hreinan. Síðan á hann að sleppa lifandi fuglinum úti á víðavangi.+

8 Sá sem hreinsar sig skal þvo föt sín, raka af sér allt hárið og baða sig í vatni og er þá hreinn. Eftir það má hann koma inn í búðirnar en hann á að halda til fyrir utan tjald sitt í sjö daga. 9 Á sjöunda degi á hann að raka af sér allt hár á höfði og höku og augabrúnirnar. Þegar hann hefur rakað af sér allt hárið á hann að þvo föt sín og baða sig í vatni og verður þá hreinn.

10 Á áttunda degi á hann að taka tvö gallalaus hrútlömb, eina gallalausa gimbur,+ ekki eldri en veturgamla, þrjá tíundu hluta úr efu* af fínu olíublönduðu mjöli í kornfórn+ og einn lóg* af olíu.+ 11 Presturinn sem úrskurðar manninn hreinan skal leiða hann ásamt fórnum hans fram fyrir Jehóva við inngang samfundatjaldsins. 12 Presturinn skal taka annað hrútlambið og færa það að sektarfórn+ ásamt lóginum af olíu og veifa fram og aftur sem veififórn frammi fyrir Jehóva.+ 13 Síðan á hann að slátra hrútlambinu á heilögum stað þar sem venja er að slátra syndafórninni+ og brennifórninni því að sektarfórnin tilheyrir prestinum+ eins og syndafórnin. Hún er háheilög.+

14 Því næst á presturinn að taka nokkuð af blóði sektarfórnarinnar og bera það á hægri eyrnasnepil þess sem er að hreinsa sig, á þumalfingur hægri handar hans og stórutá hægri fótar. 15 Hann á að taka nokkuð af lóginum af olíunni+ og hella í vinstri lófa sér. 16 Presturinn skal dýfa vísifingri hægri handar í olíuna sem hann er með í vinstri lófanum og sletta nokkru af henni með fingrinum sjö sinnum frammi fyrir Jehóva. 17 Presturinn ber síðan nokkuð af olíunni sem eftir er í lófa hans á hægri eyrnasnepil þess sem er að hreinsa sig, á þumalfingur hægri handar hans og stórutá hægri fótar, yfir blóð sektarfórnarinnar. 18 Presturinn ber það sem eftir er af olíunni í lófa hans á höfuð þess sem hreinsar sig og friðþægir þannig fyrir hann frammi fyrir Jehóva.+

19 Presturinn skal færa syndafórnina+ og friðþægja fyrir þann sem hreinsar sig og síðan skal hann slátra brennifórninni. 20 Hann á að bera fram brennifórnina og kornfórnina+ á altarið og friðþægja fyrir manninn+ og þá verður hann hreinn.+

21 En ef hann er fátækur og hefur ekki efni á þessu á hann að taka eitt hrútlamb í sektarfórn og veififórn til að friðþægja fyrir sjálfan sig, ásamt tíunda hluta úr efu* af fínu olíublönduðu mjöli í kornfórn, lógi af olíu 22 og tveim turtildúfum eða tveim ungum dúfum, eftir því sem hann hefur efni á. Önnur er færð að syndafórn en hin að brennifórn.+ 23 Hann á að færa prestinum þetta á áttunda degi+ við inngang samfundatjaldsins frammi fyrir Jehóva til að staðfesta að hann sé hreinn.+

24 Presturinn á að taka sektarfórnarhrútinn+ og lóginn af olíu og veifa því fram og aftur sem veififórn frammi fyrir Jehóva.+ 25 Hann skal síðan slátra sektarfórnarhrútnum, taka nokkuð af blóði hans og bera það á hægri eyrnasnepil þess sem er að hreinsa sig, á þumalfingur hægri handar hans og stórutá hægri fótar.+ 26 Presturinn á að hella nokkru af olíunni í vinstri lófa sér+ 27 og sletta nokkru af olíunni í lófanum með vísifingri hægri handar sjö sinnum frammi fyrir Jehóva. 28 Hann á að bera nokkuð af olíunni í lófanum á hægri eyrnasnepil þess sem er að hreinsa sig, á þumalfingur hægri handar hans og stórutá hægri fótar, á sömu staði og hann bar blóð sektarfórnarinnar. 29 Presturinn á síðan að bera það sem eftir er af olíunni í lófa hans á höfuð þess sem hreinsar sig til að friðþægja fyrir hann frammi fyrir Jehóva.

30 Hann á að færa fram turtildúfurnar eða ungu dúfurnar, eftir því sem hann hefur efni á,+ 31 aðra að syndafórn en hina að brennifórn+ ásamt kornfórninni. Presturinn skal friðþægja fyrir þann sem hreinsar sig frammi fyrir Jehóva.+

32 Þetta eru lögin um þann sem var holdsveikur en hefur takmörkuð fjárráð þegar á að staðfesta að hann sé orðinn hreinn.“

33 Jehóva sagði síðan við Móse og Aron: 34 „Þegar þið komið inn í Kanaansland+ sem ég gef ykkur til eignar+ og ég læt holdsveiki spilla húsi í landi ykkar+ 35 á eigandi hússins að koma og segja við prestinn: ‚Það er komin einhvers konar skella á vegg í húsi mínu.‘ 36 Presturinn skal þá gefa fyrirmæli um að rýma húsið áður en hann kemur til að skoða skelluna til að hann úrskurði ekki allt sem er í húsinu óhreint. Síðan á hann að koma og skoða húsið. 37 Hann skoðar það og ef hann finnur gulgrænar eða rauðleitar skellur á veggjunum og þær virðast liggja dýpra en veggurinn í kring 38 á hann að ganga út fyrir húsdyrnar og loka húsinu í sjö daga.+

39 Presturinn á síðan að koma aftur á sjöunda degi og skoða húsið. Ef skellan hefur breiðst út um húsveggina 40 á presturinn að fyrirskipa að steinarnir með skellunum verði fjarlægðir og þeim hent á óhreinan stað fyrir utan borgina. 41 Hann á að láta skafa húsið rækilega að innan, og kalkinu af veggjunum og steinlíminu sem er fjarlægt skal hent á óhreinan stað fyrir utan borgina. 42 Síðan á að setja nýja steina í stað þeirra sem voru fjarlægðir, nota nýtt steinlím og kalkbera húsið að nýju.

43 Ef skellurnar brjótast út á nýjan leik í húsinu eftir að steinarnir hafa verið fjarlægðir og húsið skafið og kalkborið að nýju 44 á presturinn að koma aftur og skoða það. Ef skellurnar hafa breiðst út í húsinu er þetta illkynja holdsveiki.+ Húsið er óhreint. 45 Hann á að sjá til þess að húsið sé rifið. Það á að fara með steinana, timbrið og allt kalk og steinlím á óhreinan stað fyrir utan borgina.+ 46 Sá sem fer inn í húsið meðan það er lokað+ verður óhreinn til kvölds.+ 47 Sá sem leggur sig í húsinu á að þvo föt sín og sá sem borðar í húsinu á að þvo föt sín.

48 En ef presturinn kemur og sér að skellur hafa ekki breiðst út um húsið eftir að það var kalkborið að nýju á hann að úrskurða að húsið sé hreint því að skellurnar eru horfnar. 49 Hann á að taka tvo fugla, sedrusvið, skarlatsrautt efni og ísóp til að hreinsa húsið.*+ 50 Hann á að slátra öðrum fuglinum yfir leirkeri með fersku vatni. 51 Síðan á hann að taka sedrusviðinn, ísópinn, skarlatsrauða efnið og lifandi fuglinn, dýfa þeim í blóð fuglsins sem var slátrað yfir ferska vatninu og sletta því sjö sinnum í átt að húsinu.+ 52 Hann á að hreinsa húsið* með blóði fuglsins, ferska vatninu, lifandi fuglinum, sedrusviðnum, ísópnum og skarlatsrauða efninu. 53 Eftir það á hann að sleppa lifandi fuglinum á víðavangi fyrir utan borgina og friðþægja fyrir húsið. Þá er það hreint.

54 Þetta eru lögin um hvers kyns holdsveiki, sýkingar í hársverði eða skeggi,+ 55 holdsveiki í fötum+ eða húsum+ 56 og um bólgur, hrúður og bletti á húð+ 57 til að skera úr um hvenær eitthvað er óhreint og hvenær eitthvað er hreint.+ Þetta eru lögin um holdsveiki.“+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila