Fjórða Mósebók
7 Daginn sem Móse lauk við að reisa tjaldbúðina+ smurði hann hana+ og helgaði ásamt öllum búnaði hennar, altarinu og öllum áhöldum þess.+ Þegar hann hafði smurt þetta og helgað+ 2 færðu höfðingjar Ísraels,+ ættarhöfðingjarnir, fórn. Þessir höfðingjar ættkvíslanna, sem höfðu umsjón með skráningunni, 3 komu með fórnargjafir sínar fram fyrir Jehóva: sex vagna með yfirbreiðslum og 12 uxa, einn vagn fyrir hverja tvo höfðingja og naut* fyrir hvern þeirra. Þeir komu með það að tjaldbúðinni. 4 Jehóva sagði við Móse: 5 „Taktu við þessu af þeim því að það verður notað í þjónustunni við samfundatjaldið. Láttu Levítana fá það eftir því sem hver og einn þarf við störf sín.“
6 Móse tók þá við vögnunum og nautgripunum og fékk Levítunum. 7 Hann lét syni Gersons fá tvo vagna og fjóra uxa í samræmi við það sem þeir þurftu við störf sín+ 8 og hann lét syni Merarí fá fjóra vagna og átta uxa í samræmi við það sem þeir þurftu við störf sín undir stjórn Ítamars, sonar Arons prests.+ 9 En synir Kahats fengu ekkert vegna þess að starf þeirra var að þjóna við helgidóminn+ og þeir báru á öxlunum allt hið heilaga sem var notað þar.+
10 Höfðingjarnir báru fram gjafir sínar við vígslu+ altarisins daginn sem það var smurt. Þegar þeir komu með fórnargjafir sínar að altarinu 11 sagði Jehóva við Móse: „Höfðingjarnir skulu koma með fórnargjafir sínar til vígslu altarisins sinn daginn hver.“
12 Sá sem kom með fórnargjöf sína fyrsta daginn var Nakson+ Ammínadabsson af ættkvísl Júda. 13 Gjöf hans var silfurfat sem vó 130 sikla* og silfurskál sem vó 70 sikla eftir stöðluðum sikli helgidómsins,*+ hvort tveggja fyllt fínu olíublönduðu mjöli til kornfórnar;+ 14 gullbikar* sem vó 10 sikla og var fylltur reykelsi; 15 ungnaut, hrútur og innan við veturgamalt hrútlamb til brennifórnar;+ 16 kiðlingur til syndafórnar+ 17 og tvö naut, fimm hrútar, fimm geithafrar og fimm veturgömul hrútlömb til samneytisfórnar.+ Þetta var fórnargjöf Naksons Ammínadabssonar.+
18 Annan daginn kom Netanel+ Súarsson höfðingi Íssakars með fórnargjöf sína. 19 Gjöf hans var silfurfat sem vó 130 sikla og silfurskál sem vó 70 sikla eftir stöðluðum sikli helgidómsins,+ hvort tveggja fyllt fínu olíublönduðu mjöli til kornfórnar;+ 20 gullbikar sem vó 10 sikla og var fylltur reykelsi; 21 ungnaut, hrútur og innan við veturgamalt hrútlamb til brennifórnar;+ 22 kiðlingur til syndafórnar+ 23 og tvö naut, fimm hrútar, fimm geithafrar og fimm veturgömul hrútlömb til samneytisfórnar.+ Þetta var fórnargjöf Netanels Súarssonar.
24 Þriðja daginn kom Elíab+ Helónsson, höfðingi sona Sebúlons, 25 með fórnargjöf sína. Gjöf hans var silfurfat sem vó 130 sikla og silfurskál sem vó 70 sikla eftir stöðluðum sikli helgidómsins,+ hvort tveggja fyllt fínu olíublönduðu mjöli til kornfórnar;+ 26 gullbikar sem vó 10 sikla og var fylltur reykelsi; 27 ungnaut, hrútur og innan við veturgamalt hrútlamb til brennifórnar;+ 28 kiðlingur til syndafórnar+ 29 og tvö naut, fimm hrútar, fimm geithafrar og fimm veturgömul hrútlömb til samneytisfórnar.+ Þetta var fórnargjöf Elíabs+ Helónssonar.
30 Fjórða daginn kom Elísúr+ Sedeúrsson, höfðingi sona Rúbens, 31 með fórnargjöf sína. Gjöf hans var silfurfat sem vó 130 sikla og silfurskál sem vó 70 sikla eftir stöðluðum sikli helgidómsins,+ hvort tveggja fyllt fínu olíublönduðu mjöli til kornfórnar;+ 32 gullbikar sem vó 10 sikla og var fylltur reykelsi; 33 ungnaut, hrútur og innan við veturgamalt hrútlamb til brennifórnar;+ 34 kiðlingur til syndafórnar+ 35 og tvö naut, fimm hrútar, fimm geithafrar og fimm veturgömul hrútlömb til samneytisfórnar.+ Þetta var fórnargjöf Elísúrs+ Sedeúrssonar.
36 Fimmta daginn kom Selúmíel+ Súrísaddaíson, höfðingi sona Símeons, 37 með fórnargjöf sína. Gjöf hans var silfurfat sem vó 130 sikla og silfurskál sem vó 70 sikla eftir stöðluðum sikli helgidómsins,+ hvort tveggja fyllt fínu olíublönduðu mjöli til kornfórnar;+ 38 gullbikar sem vó 10 sikla og var fylltur reykelsi; 39 ungnaut, hrútur og innan við veturgamalt hrútlamb til brennifórnar;+ 40 kiðlingur til syndafórnar+ 41 og tvö naut, fimm hrútar, fimm geithafrar og fimm veturgömul hrútlömb til samneytisfórnar.+ Þetta var fórnargjöf Selúmíels+ Súrísaddaísonar.
42 Sjötta daginn kom Eljasaf+ Degúelsson, höfðingi sona Gaðs, 43 með fórnargjöf sína. Gjöf hans var silfurfat sem vó 130 sikla og silfurskál sem vó 70 sikla eftir stöðluðum sikli helgidómsins,+ hvort tveggja fyllt fínu olíublönduðu mjöli til kornfórnar;+ 44 gullbikar sem vó 10 sikla og var fylltur reykelsi; 45 ungnaut, hrútur og innan við veturgamalt hrútlamb til brennifórnar;+ 46 kiðlingur til syndafórnar+ 47 og tvö naut, fimm hrútar, fimm geithafrar og fimm veturgömul hrútlömb til samneytisfórnar.+ Þetta var fórnargjöf Eljasafs+ Degúelssonar.
48 Sjöunda daginn kom Elísama+ Ammíhúdsson, höfðingi sona Efraíms, 49 með fórnargjöf sína. Gjöf hans var silfurfat sem vó 130 sikla og silfurskál sem vó 70 sikla eftir stöðluðum sikli helgidómsins,+ hvort tveggja fyllt fínu olíublönduðu mjöli til kornfórnar;+ 50 gullbikar sem vó 10 sikla og var fylltur reykelsi; 51 ungnaut, hrútur og innan við veturgamalt hrútlamb til brennifórnar;+ 52 kiðlingur til syndafórnar+ 53 og tvö naut, fimm hrútar, fimm geithafrar og fimm veturgömul hrútlömb til samneytisfórnar.+ Þetta var fórnargjöf Elísama+ Ammíhúdssonar.
54 Áttunda daginn kom Gamalíel+ Pedasúrsson, höfðingi sona Manasse, 55 með fórnargjöf sína. Gjöf hans var silfurfat sem vó 130 sikla og silfurskál sem vó 70 sikla eftir stöðluðum sikli helgidómsins,+ hvort tveggja fyllt fínu olíublönduðu mjöli til kornfórnar;+ 56 gullbikar sem vó 10 sikla og var fylltur reykelsi; 57 ungnaut, hrútur og innan við veturgamalt hrútlamb til brennifórnar;+ 58 kiðlingur til syndafórnar+ 59 og tvö naut, fimm hrútar, fimm geithafrar og fimm veturgömul hrútlömb til samneytisfórnar.+ Þetta var fórnargjöf Gamalíels+ Pedasúrssonar.
60 Níunda daginn kom Abídan+ Gídoníson, höfðingi+ sona Benjamíns, 61 með fórnargjöf sína. Gjöf hans var silfurfat sem vó 130 sikla og silfurskál sem vó 70 sikla eftir stöðluðum sikli helgidómsins,+ hvort tveggja fyllt fínu olíublönduðu mjöli til kornfórnar;+ 62 gullbikar sem vó 10 sikla og var fylltur reykelsi; 63 ungnaut, hrútur og innan við veturgamalt hrútlamb til brennifórnar;+ 64 kiðlingur til syndafórnar+ 65 og tvö naut, fimm hrútar, fimm geithafrar og fimm veturgömul hrútlömb til samneytisfórnar.+ Þetta var fórnargjöf Abídans+ Gídonísonar.
66 Tíunda daginn kom Ahíeser+ Ammísaddaíson, höfðingi sona Dans, 67 með fórnargjöf sína. Gjöf hans var silfurfat sem vó 130 sikla og silfurskál sem vó 70 sikla eftir stöðluðum sikli helgidómsins,+ hvort tveggja fyllt fínu olíublönduðu mjöli til kornfórnar;+ 68 gullbikar sem vó 10 sikla og var fylltur reykelsi; 69 ungnaut, hrútur og innan við veturgamalt hrútlamb til brennifórnar;+ 70 kiðlingur til syndafórnar+ 71 og tvö naut, fimm hrútar, fimm geithafrar og fimm veturgömul hrútlömb til samneytisfórnar.+ Þetta var fórnargjöf Ahíesers+ Ammísaddaísonar.
72 Ellefta daginn kom Pagíel+ Ókransson, höfðingi sona Assers, 73 með fórnargjöf sína. Gjöf hans var silfurfat sem vó 130 sikla og silfurskál sem vó 70 sikla eftir stöðluðum sikli helgidómsins,+ hvort tveggja fyllt fínu olíublönduðu mjöli til kornfórnar;+ 74 gullbikar sem vó 10 sikla og var fylltur reykelsi; 75 ungnaut, hrútur og innan við veturgamalt hrútlamb til brennifórnar;+ 76 kiðlingur til syndafórnar+ 77 og tvö naut, fimm hrútar, fimm geithafrar og fimm veturgömul hrútlömb til samneytisfórnar.+ Þetta var fórnargjöf Pagíels+ Ókranssonar.
78 Tólfta daginn kom Akíra+ Enansson, höfðingi sona Naftalí, 79 með fórnargjöf sína. Gjöf hans var silfurfat sem vó 130 sikla og silfurskál sem vó 70 sikla eftir stöðluðum sikli helgidómsins,+ hvort tveggja fyllt fínu olíublönduðu mjöli til kornfórnar;+ 80 gullbikar sem vó 10 sikla og var fylltur reykelsi; 81 ungnaut, hrútur og innan við veturgamalt hrútlamb til brennifórnar;+ 82 kiðlingur til syndafórnar+ 83 og tvö naut, fimm hrútar, fimm geithafrar og fimm veturgömul hrútlömb til samneytisfórnar.+ Þetta var fórnargjöf Akíra+ Enanssonar.
84 Þetta var fórnargjöf höfðingja Ísraels til vígslu+ altarisins þegar það var smurt: 12 silfurföt, 12 silfurskálar og 12 gullbikarar.+ 85 Hvert silfurfat vó 130 sikla og hver skál 70 sikla. Silfrið vó alls 2.400 sikla eftir stöðluðum sikli helgidómsins.+ 86 Gullbikararnir 12 með reykelsinu vógu 10 sikla hver eftir stöðluðum sikli helgidómsins. Gullið í bikurunum vó alls 120 sikla. 87 Alls voru 12 naut, 12 hrútar og 12 veturgömul hrútlömb ætluð til brennifórnar ásamt tilheyrandi kornfórnum, og 12 kiðlingar til syndafórnar. 88 Og alls voru 24 naut, 60 hrútar, 60 geithafrar og 60 veturgömul hrútlömb ætluð til samneytisfórnar. Þetta var fórnargjöfin til vígslu+ altarisins eftir að það var smurt.+
89 Í hvert sinn sem Móse fór inn í samfundatjaldið til að tala við Guð*+ heyrði hann röddina tala við sig ofan af lokinu+ sem er á örk vitnisburðarins, frá staðnum milli kerúbanna tveggja.+ Þaðan talaði Guð við hann.