Fyrri Kroníkubók
14 Híram,+ konungur í Týrus, sendi menn á fund Davíðs. Hann sendi einnig sedrusvið, steinsmiði og trésmiði til að byggja hús* handa honum.+ 2 Davíð skildi að Jehóva hafði fest hann í sessi sem konung yfir Ísrael+ enda hafði hann hafið konungdóm hans til vegs og virðingar vegna þjóðar sinnar, Ísraels.+
3 Davíð tók sér fleiri eiginkonur+ í Jerúsalem og eignaðist fleiri syni og dætur.+ 4 Þetta eru nöfn barna hans sem fæddust í Jerúsalem:+ Sammúa, Sóbab, Natan,+ Salómon,+ 5 Jíbhar, Elísúa, Elpalet, 6 Nóga, Nefeg, Jafía, 7 Elísama, Beeljada og Elífelet.
8 Þegar Filistear fréttu að Davíð hefði verið smurður til konungs yfir öllum Ísrael+ lögðu þeir allir af stað til að leita að honum.+ Þegar Davíð frétti það fór hann á móti þeim. 9 Filistear komu nú og gerðu áhlaup á íbúa Refaímdals.*+ 10 Davíð spurði Guð: „Á ég að fara gegn Filisteum? Ætlarðu að gefa þá í mínar hendur?“ Jehóva svaraði honum: „Farðu gegn þeim. Ég mun vissulega gefa þá í þínar hendur.“+ 11 Davíð fór þá upp til Baal Perasím+ og sigraði þá þar. Hann sagði: „Hinn sanni Guð hefur brotist í gegnum fylkingar óvina minna með hendi minni eins og vatnsflaumur sem ryður sér leið.“ Þess vegna er staðurinn nefndur Baal Perasím.* 12 Filistear skildu guði sína eftir þar og menn brenndu þá í eldi+ að fyrirskipun Davíðs.
13 Nokkru síðar komu Filistear aftur og gerðu áhlaup í dalnum.*+ 14 Davíð leitaði enn á ný leiðsagnar Guðs en hinn sanni Guð svaraði: „Farðu ekki beint á móti þeim. Taktu heldur sveig, komdu aftan að þeim og gerðu árás á þá hjá bakarunnunum.+ 15 Þegar þú heyrir þyt í toppum bakarunnanna eins og í þrammandi hermönnum skaltu leggja til atlögu því að hinn sanni Guð fer þá fyrir þér til að leggja her Filistea að velli.“+ 16 Davíð gerði eins og hinn sanni Guð sagði honum+ og Ísraelsmenn sigruðu her Filistea frá Gíbeon til Geser.+ 17 Orðstír Davíðs barst um öll lönd og Jehóva lét allar þjóðir hræðast hann.+