Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Jeremía 42
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

Jeremía – yfirlit

      • Fólkið biður Jeremía að leita leiðsagnar Guðs (1–6)

      • Jehóva svarar: „Farið ekki til Egyptalands“ (7–22)

Jeremía 42:1

Millivísanir

  • +Jer 40:13, 14

Jeremía 42:2

Millivísanir

  • +5Mó 28:62

Jeremía 42:8

Millivísanir

  • +Jer 41:16

Jeremía 42:10

Neðanmáls

  • *

    Eða „harma þær hörmungar“.

Millivísanir

  • +5Mó 32:36; Jer 18:7, 8; Mík 7:18

Jeremía 42:11

Millivísanir

  • +Jer 41:17, 18

Jeremía 42:12

Millivísanir

  • +2Mó 34:6

Jeremía 42:14

Millivísanir

  • +Jer 43:4, 7

Jeremía 42:15

Neðanmáls

  • *

    Eða „búa þar um tíma“.

Jeremía 42:16

Millivísanir

  • +5Mó 28:45; Jer 44:12–14, 27, 28

Jeremía 42:17

Neðanmáls

  • *

    Eða „sjúkdómi“.

Jeremía 42:18

Millivísanir

  • +2Kon 25:8–10; 2Kr 34:24, 25; 36:16, 17; Hlj 2:4
  • +Jer 29:18

Jeremía 42:20

Millivísanir

  • +Jer 42:1, 2

Jeremía 42:21

Millivísanir

  • +2Kr 24:19; Neh 9:26; Sak 7:11

Jeremía 42:22

Millivísanir

  • +Jer 43:10, 11

Almennt

Jer. 42:1Jer 40:13, 14
Jer. 42:25Mó 28:62
Jer. 42:8Jer 41:16
Jer. 42:105Mó 32:36; Jer 18:7, 8; Mík 7:18
Jer. 42:11Jer 41:17, 18
Jer. 42:122Mó 34:6
Jer. 42:14Jer 43:4, 7
Jer. 42:165Mó 28:45; Jer 44:12–14, 27, 28
Jer. 42:182Kon 25:8–10; 2Kr 34:24, 25; 36:16, 17; Hlj 2:4
Jer. 42:18Jer 29:18
Jer. 42:20Jer 42:1, 2
Jer. 42:212Kr 24:19; Neh 9:26; Sak 7:11
Jer. 42:22Jer 43:10, 11
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
Biblían – Nýheimsþýðingin
Jeremía 42:1–22

Jeremía

42 Nú komu allir herforingjarnir, Jóhanan+ Kareason, Jesanja Hósajason og allt fólkið, jafnt háir sem lágir, 2 og sögðu við Jeremía spámann: „Hlustaðu á beiðni okkar og biddu til Jehóva Guðs þíns fyrir okkur, fyrir öllum þeim sem eru eftir, því að eins og þú sérð erum við aðeins örfá eftir af miklum fjölda.+ 3 Jehóva Guð þinn vísi okkur veginn sem við eigum að fara og segi okkur hvað við eigum að gera.“

4 Jeremía spámaður svaraði þeim: „Gott og vel, ég skal gera eins og þið segið og biðja til Jehóva Guðs ykkar. Ég skal segja ykkur allt sem Jehóva svarar ykkur og ekki leyna ykkur einu einasta orði.“

5 Þeir sögðu þá við Jeremía: „Jehóva sé sannur og trúr vottur gegn okkur ef við fylgjum ekki nákvæmlega leiðbeiningum Jehóva Guðs þíns sem þú flytur okkur. 6 Hvort sem okkur líkar betur eða verr munum við hlýða rödd Jehóva Guðs okkar sem við sendum þig til því að ef við hlýðum Jehóva Guði okkar fer allt vel.“

7 Tíu dögum síðar kom orð Jehóva til Jeremía. 8 Þá kallaði hann á Jóhanan Kareason, alla herforingjana sem voru með honum og allt fólkið, jafnt háa sem lága,+ 9 og sagði: „Þetta segir Jehóva Guð Ísraels sem þið senduð mig til svo að ég bæri fram beiðni ykkar: 10 ‚Ef þið verðið um kyrrt í þessu landi mun ég byggja ykkur upp en ekki rífa ykkur niður, ég mun gróðursetja ykkur en ekki uppræta því að ég iðrast þeirra hörmunga* sem ég hef leitt yfir ykkur.+ 11 Hræðist ekki konung Babýlonar sem þið óttist nú.‘+

‚Hræðist hann ekki,‘ segir Jehóva, ‚því að ég er með ykkur. Ég bjarga ykkur og frelsa ykkur úr höndum hans. 12 Ég verð miskunnsamur við ykkur+ og hann mun sýna ykkur miskunn og leyfa ykkur að snúa aftur heim í land ykkar.

13 En ef þið segið: „Nei, við verðum ekki um kyrrt í þessu landi!“ og óhlýðnist Jehóva Guði ykkar 14 og segið: „Nei, við viljum frekar fara til Egyptalands+ þar sem við þurfum ekki að horfa upp á stríð né heyra hornablástur né hungra eftir brauði, já, þar viljum við búa,“ 15 heyrið þá orð Jehóva, þið sem eruð eftir af Júdamönnum. Jehóva hersveitanna, Guð Ísraels, segir: „Ef þið eruð harðákveðin í að fara til Egyptalands til að búa þar* 16 mun sverðið sem þið óttist ná ykkur þar í Egyptalandi og hungrið sem þið hræðist elta ykkur til Egyptalands og þar munuð þið deyja.+ 17 Allir sem eru ákveðnir í að fara til Egyptalands til að búa þar munu falla fyrir sverði, hungursneyð og drepsótt.* Enginn þeirra mun lifa af eða komast undan hörmungunum sem ég leiði yfir þá.“‘

18 Jehóva hersveitanna, Guð Ísraels, segir: ‚Eins og reiði minni og heift var úthellt yfir Jerúsalembúa,+ þannig verður heift minni úthellt yfir ykkur ef þið farið til Egyptalands. Þið verðið nefnd í bölbænum og fólk mun hrylla við ykkur, formæla ykkur og smána+ og þið fáið aldrei aftur að sjá þennan stað.‘

19 Jehóva hefur talað til ykkar sem eruð eftir af Júdamönnum. Farið ekki til Egyptalands. Munið að nú hef ég varað ykkur við 20 að synd ykkar mun kosta ykkur lífið. Þið senduð mig til Jehóva Guðs ykkar og sögðuð: ‚Biddu til Jehóva Guðs okkar fyrir okkur og segðu okkur allt sem Jehóva Guð okkar segir og við skulum fara eftir því.‘+ 21 Í dag hef ég sagt ykkur frá því en þið viljið ekki hlýða Jehóva Guði ykkar né gera nokkuð af því sem hann sendi mig til að segja ykkur.+ 22 Þið skuluð því vita fyrir víst að þið munuð falla fyrir sverði, hungursneyð og drepsótt á þeim stað þar sem þið viljið setjast að.“+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila