Jobsbók
24 Af hverju ákveður Hinn almáttugi ekki tíma?+
Af hverju fá þeir sem þekkja hann ekki að sjá dag hans?*
2 Fólk flytur landamerki úr stað,+
það stelur hjörðum og fer með þær á eigið beitiland.
4 Þeir hrekja fátæka af veginum,
hinir varnarlausu í landinu þurfa að fela sig fyrir þeim.+
5 Hinir fátæku fara í matarleit eins og villiasnar+ í óbyggðunum,
þeir leita matar í eyðimörkinni handa börnum sínum.
6 Þeir þurfa að skera upp á akri annars manns*
og tína það sem eftir er í víngarði hins illa.
7 Þeir liggja naktir og klæðalausir um nætur,+
þeir hafa enga ábreiðu í kuldanum.
8 Þeir eru holdvotir í fjallaregninu
og híma skjóllausir utan í klettunum.
9 Barn ekkjunnar er hrifsað frá brjósti hennar+
og föt hinna fátæku tekin að veði+
10 svo að þeir neyðast til að vera naktir og klæðalausir
og eru hungraðir þótt þeir beri kornknippi.
14 Morðinginn fer á fætur í dögun.
Hann drepur fátæka og varnarlausa+
og um nætur stundar hann þjófnað.
15 Ótrúr eiginmaður bíður eftir rökkrinu.+
Hann segir: ‚Enginn sér mig!‘+
og hylur andlitið.
17 Morgunninn er þeim eins og niðamyrkur,
þeir þekkja ógnir náttmyrkursins.
18 En skyndilega skolast þeir burt með vatninu.
Eignarland þeirra verður bölvað,+
þeir snúa ekki aftur til víngarða sinna.
20 Móðir syndarans* gleymir honum, maðkarnir gæða sér á honum.
Hans er ekki minnst framar+
og ranglætið verður brotið niður eins og tré.
21 Hann níðist á barnlausri konu
og fer illa með ekkjuna.
22 Guð* beitir mætti sínum til að ryðja hinum voldugu úr vegi,
þó að þeir sæki í sig veðrið er ekki tryggt að þeir lifi.
24 Þeir eru upphafnir um stutta stund en hverfa síðan.+
Þeir eru niðurlægðir+ og hrifnir burt eins og allir aðrir.
Þeir eru eins og kornax sem er skorið af stilknum.
25 Hver getur sannað að ég ljúgi
eða hrakið orð mín?“