Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 4. Mósebók 11
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

4. Mósebók – yfirlit

      • Fólkið kvartar og Guð sendir eld (1–3)

      • Fólkið grætur og vill fá kjöt (4–9)

      • Móse finnst ábyrgðin sér ofviða (10–15)

      • Jehóva gefur 70 öldungum anda sinn (16–25)

      • Eldad og Medad; Jósúa afbrýðisamur vegna Móse (26–30)

      • Jehóva sendir kornhænsn; fólki refsað fyrir græðgi (31–35)

4. Mósebók 11:2

Millivísanir

  • +2Mó 32:11; 5Mó 9:19; Sl 106:23; Jak 5:16

4. Mósebók 11:3

Neðanmáls

  • *

    Sem þýðir ‚bruni‘, það er, eldsvoði.

Millivísanir

  • +5Mó 9:22

4. Mósebók 11:4

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „Hinn blandaði hópur“.

Millivísanir

  • +2Mó 12:37, 38; 3Mó 24:10
  • +1Kor 10:6, 10
  • +Sl 78:18, 22; 106:14

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.8.1995, bls. 27-28

4. Mósebók 11:5

Millivísanir

  • +2Mó 16:3

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn (námsútgáfa),

    11.2020, bls. 25

4. Mósebók 11:6

Millivísanir

  • +2Mó 16:35; 4Mó 21:5

4. Mósebók 11:7

Millivísanir

  • +2Mó 16:14; Neh 9:20; Jóh 6:31
  • +2Mó 16:31

4. Mósebók 11:8

Millivísanir

  • +2Mó 16:16, 23

4. Mósebók 11:9

Millivísanir

  • +Sl 78:24

4. Mósebók 11:10

Millivísanir

  • +4Mó 11:1

4. Mósebók 11:11

Millivísanir

  • +2Mó 17:4; 5Mó 1:12

4. Mósebók 11:12

Neðanmáls

  • *

    Eða „barnfóstra“.

Millivísanir

  • +1Mó 13:14, 15; 26:3

4. Mósebók 11:14

Millivísanir

  • +2Mó 18:17, 18; 5Mó 1:9

4. Mósebók 11:15

Millivísanir

  • +1Kon 19:2, 4; Job 6:8, 9

4. Mósebók 11:16

Millivísanir

  • +5Mó 16:18

4. Mósebók 11:17

Millivísanir

  • +2Mó 19:11; 25:22; 34:5; 4Mó 12:5
  • +4Mó 11:25; 12:8
  • +1Sa 10:6; 2Kon 2:15; Neh 9:20; Pos 2:17
  • +2Mó 18:21, 22

4. Mósebók 11:18

Millivísanir

  • +2Mó 19:10
  • +2Mó 16:7
  • +4Mó 11:4, 5
  • +2Mó 16:8

4. Mósebók 11:20

Millivísanir

  • +Sl 78:29
  • +4Mó 21:5

4. Mósebók 11:21

Millivísanir

  • +2Mó 12:37; 38:26; 4Mó 1:45, 46

4. Mósebók 11:23

Millivísanir

  • +1Mó 18:14; Jes 59:1; Mr 10:27; Lúk 1:37

4. Mósebók 11:24

Millivísanir

  • +4Mó 11:16

4. Mósebók 11:25

Neðanmáls

  • *

    Eða „að spá“.

Millivísanir

  • +2Mó 33:9; 4Mó 12:5; 5Mó 31:15
  • +Sl 99:7
  • +4Mó 11:17; 2Kon 2:9, 15
  • +1Sa 10:6; 19:20

4. Mósebók 11:28

Millivísanir

  • +2Mó 17:9; 24:13; 33:11; 4Mó 27:18–20; 5Mó 31:3
  • +Mr 9:38

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn (námsútgáfa),

    1.2017, bls. 30

4. Mósebók 11:29

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn (námsútgáfa),

    1.2017, bls. 30

    Varðturninn,

    1.8.2004, bls. 31

    bls. 19

4. Mósebók 11:31

Neðanmáls

  • *

    Alin jafngilti 44,5 cm. Sjá viðauka B14.

Millivísanir

  • +2Mó 16:13; Sl 78:26, 27

4. Mósebók 11:32

Neðanmáls

  • *

    Kómer jafngilti 220 l. Sjá viðauka B14.

  • *

    Hugsanlega gert til að þurrka kjötið.

4. Mósebók 11:33

Millivísanir

  • +Sl 78:30, 31; 1Kor 10:10

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.8.1995, bls. 27-28

4. Mósebók 11:34

Neðanmáls

  • *

    Sem þýðir ‚grafreitur græðginnar‘.

Millivísanir

  • +4Mó 33:16; 5Mó 9:22
  • +1Kor 10:6

4. Mósebók 11:35

Millivísanir

  • +4Mó 33:17

Almennt

4. Mós. 11:22Mó 32:11; 5Mó 9:19; Sl 106:23; Jak 5:16
4. Mós. 11:35Mó 9:22
4. Mós. 11:42Mó 12:37, 38; 3Mó 24:10
4. Mós. 11:41Kor 10:6, 10
4. Mós. 11:4Sl 78:18, 22; 106:14
4. Mós. 11:52Mó 16:3
4. Mós. 11:62Mó 16:35; 4Mó 21:5
4. Mós. 11:72Mó 16:14; Neh 9:20; Jóh 6:31
4. Mós. 11:72Mó 16:31
4. Mós. 11:82Mó 16:16, 23
4. Mós. 11:9Sl 78:24
4. Mós. 11:104Mó 11:1
4. Mós. 11:112Mó 17:4; 5Mó 1:12
4. Mós. 11:121Mó 13:14, 15; 26:3
4. Mós. 11:142Mó 18:17, 18; 5Mó 1:9
4. Mós. 11:151Kon 19:2, 4; Job 6:8, 9
4. Mós. 11:165Mó 16:18
4. Mós. 11:172Mó 19:11; 25:22; 34:5; 4Mó 12:5
4. Mós. 11:174Mó 11:25; 12:8
4. Mós. 11:171Sa 10:6; 2Kon 2:15; Neh 9:20; Pos 2:17
4. Mós. 11:172Mó 18:21, 22
4. Mós. 11:182Mó 19:10
4. Mós. 11:182Mó 16:7
4. Mós. 11:184Mó 11:4, 5
4. Mós. 11:182Mó 16:8
4. Mós. 11:20Sl 78:29
4. Mós. 11:204Mó 21:5
4. Mós. 11:212Mó 12:37; 38:26; 4Mó 1:45, 46
4. Mós. 11:231Mó 18:14; Jes 59:1; Mr 10:27; Lúk 1:37
4. Mós. 11:244Mó 11:16
4. Mós. 11:252Mó 33:9; 4Mó 12:5; 5Mó 31:15
4. Mós. 11:25Sl 99:7
4. Mós. 11:254Mó 11:17; 2Kon 2:9, 15
4. Mós. 11:251Sa 10:6; 19:20
4. Mós. 11:282Mó 17:9; 24:13; 33:11; 4Mó 27:18–20; 5Mó 31:3
4. Mós. 11:28Mr 9:38
4. Mós. 11:312Mó 16:13; Sl 78:26, 27
4. Mós. 11:33Sl 78:30, 31; 1Kor 10:10
4. Mós. 11:344Mó 33:16; 5Mó 9:22
4. Mós. 11:341Kor 10:6
4. Mós. 11:354Mó 33:17
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
  • 30
  • 31
  • 32
  • 33
  • 34
  • 35
Biblían – Nýheimsþýðingin
4. Mósebók 11:1–35

Fjórða Mósebók

11 Fólkið fór nú að kvarta hástöfum frammi fyrir Jehóva. Þegar Jehóva heyrði það blossaði reiði hans upp og Jehóva sendi eld yfir fólkið sem gleypti nokkra í útjaðri búðanna. 2 Fólkið hrópaði til Móse. Hann ákallaði þá Jehóva+ og eldurinn slokknaði. 3 Staðurinn var nefndur Tabera* vegna þess að þar hafði Jehóva sent eld yfir fólkið.+

4 Hinn fjölmenni hópur útlendinga*+ sem var meðal þeirra fylltist græðgi+ og Ísraelsmenn fóru líka að gráta og kveina: „Hver ætlar að gefa okkur kjöt?+ 5 Við munum vel eftir fiskinum sem við átum ókeypis í Egyptalandi, og gúrkunum, vatnsmelónunum, blaðlauknum, lauknum og hvítlauknum!+ 6 En nú erum við að veslast upp. Það eina sem við sjáum er þetta manna.“+

7 Manna+ líktist kóríanderfræi+ og leit út eins og bedellíumkvoða. 8 Fólkið fór um og tíndi það og malaði það svo í handkvörn eða muldi í mortéli. Síðan var það soðið í potti eða kringlótt brauð gert úr því.+ Það bragðaðist eins og sætar olíublandaðar kökur. 9 Þegar döggin féll á búðirnar um nætur féll líka manna yfir þær.+

10 Móse heyrði fólk gráta og kveina í hverri fjölskyldu, hvern og einn við tjalddyr sínar. Jehóva reiddist mjög+ og Móse var einnig misboðið. 11 Móse sagði við Jehóva: „Hvers vegna ferðu svona illa með þjón þinn? Hvers vegna hef ég misst velþóknun þína? Þú hefur látið allt þetta fólk verða byrði á mér.+ 12 Er ég móðir alls þessa fólks? Hef ég fætt það svo að þú getir sagt við mig: ‚Berðu það í faðmi þér eins og þjónn* ber brjóstabarn‘ til landsins sem þú sórst að gefa forfeðrum þess?+ 13 Hvar á ég að fá kjöt til að gefa öllu þessu fólki? Það grætur stöðugt og kveinar: ‚Gefðu okkur kjöt að borða!‘ 14 Ég get ekki borið ábyrgð á öllu þessu fólki einn. Það er mér ofviða.+ 15 Ef þú ætlar að fara svona með mig er eins gott að þú látir mig deyja strax.+ Láttu mig ekki horfa upp á meiri ógæfu ef þú hefur velþóknun á mér.“

16 Jehóva svaraði Móse: „Kallaðu saman 70 af öldungum Ísraels, menn sem þú veist að eru hæfir öldungar og umsjónarmenn meðal fólksins.+ Farðu með þá að samfundatjaldinu og láttu þá standa þar hjá þér. 17 Ég stíg þá niður+ og tala við þig þar+ og ég tek dálítið af andanum+ sem er yfir þér og legg yfir þá. Þeir munu hjálpa þér að hugsa um fólkið svo að þú þurfir ekki einn að bera ábyrgðina á því.+ 18 Þú skalt segja við fólkið: ‚Helgið ykkur fyrir morgundaginn.+ Þá fáið þið kjöt að borða því að þið hafið grátið í áheyrn Jehóva+ og sagt: „Hver ætlar að gefa okkur kjöt? Við höfðum það betra í Egyptalandi.“+ Jehóva ætlar svo sannarlega að gefa ykkur kjöt og þið skuluð borða.+ 19 Þið skuluð ekki aðeins borða í 1 dag eða 2 daga eða 5 eða 10 eða 20 daga 20 heldur í heilan mánuð þangað til það stendur út úr nösunum á ykkur og þið fáið viðbjóð á því+ vegna þess að þið höfnuðuð Jehóva sem er mitt á meðal ykkar og þið grétuð frammi fyrir honum og sögðuð: „Hvers vegna fórum við eiginlega frá Egyptalandi?“‘“+

21 Þá sagði Móse: „Meðal fólksins eru 600.000 vopnfærir menn+ og samt segirðu: ‚Ég gef fólkinu kjöt og það fær nóg að borða í heilan mánuð‘! 22 Myndi það nægja þeim að slátra heilu hjörðunum af sauðfé og nautgripum? Eða myndi nægja að veiða allan fiskinn í sjónum?“

23 Jehóva svaraði Móse: „Er hönd Jehóva of stutt?+ Þú átt eftir að sjá hvort það sem ég segi gerist eða ekki.“

24 Móse gekk þá út og greindi fólkinu frá því sem Jehóva hafði sagt. Og hann kallaði saman 70 af öldungum fólksins og lét þá standa umhverfis tjaldið.+ 25 Síðan steig Jehóva niður í skýi,+ talaði við hann+ og tók dálítið af andanum+ sem var yfir honum og lagði yfir öldungana 70, hvern og einn. Um leið og andinn kom yfir þá fóru þeir að hegða sér eins og spámenn*+ en þeir gerðu það aðeins í þetta eina sinn.

26 Tveir mannanna höfðu orðið eftir í búðunum. Þeir hétu Eldad og Medad. Andinn kom líka yfir þá því að þeir voru meðal þeirra sem höfðu verið skráðir en þeir höfðu ekki farið út að tjaldinu. Þeir fóru því að hegða sér eins og spámenn í búðunum. 27 Ungur maður kom þá hlaupandi til Móse og sagði: „Eldad og Medad hegða sér eins og spámenn í búðunum!“ 28 Jósúa+ Núnsson, sem hafði þjónað Móse frá unga aldri, sagði þá: „Móse, herra minn, bannaðu þeim þetta!“+ 29 En Móse sagði við hann: „Ertu afbrýðisamur mín vegna? Ég vildi að öll þjóð Jehóva væri spámenn og að Jehóva legði anda sinn yfir hana.“ 30 Móse sneri síðan aftur í búðirnar ásamt öldungum Ísraels.

31 Jehóva lét nú vind blása af hafi og bera með sér kornhænsn sem féllu til jarðar í kringum búðirnar,+ um dagleið í allar áttir. Þau mynduðu lag á jörðinni sem var um tvær álnir* á dýpt. 32 Fólk var á fótum allan þann dag, alla nóttina og allan næsta dag til að safna kornhænsnum. Enginn safnaði minna en tíu kómerum* og fólk breiddi úr fuglunum um allar búðirnar og í kringum þær.* 33 En meðan menn voru enn með kjötið á milli tannanna, áður en þeir náðu að tyggja það, blossaði reiði Jehóva upp gegn þeim og Jehóva banaði miklum fjölda.+

34 Staðurinn var því nefndur Kibrót Hattava*+ af því að þar voru þeir grafnir sem höfðu fyllst græðgi.+ 35 Fólkið hélt nú frá Kibrót Hattava til Haserót og var þar um kyrrt.+

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila