Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Esekíel 26
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

Esekíel – yfirlit

      • Spádómur gegn Týrus (1–21)

        • „Þerrireitur fyrir fiskinet“ (5, 14)

        • Steinum og jarðvegi hent í sjóinn (12)

Esekíel 26:2

Millivísanir

  • +Jl 3:4–6; Am 1:9
  • +Hlj 1:1

Esekíel 26:4

Millivísanir

  • +Jes 23:11; Am 1:10; Sak 9:4

Esekíel 26:5

Millivísanir

  • +Esk 27:32

Esekíel 26:6

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „Dætur hennar“.

Esekíel 26:7

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „Nebúkadresar“, annar ritháttur.

Millivísanir

  • +Jer 25:9; Esk 29:18
  • +Dan 2:37
  • +Hab 1:8
  • +Jer 4:13

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.11.1988, bls. 28

Esekíel 26:9

Neðanmáls

  • *

    Eða „árásarvél“.

  • *

    Eða „sverðum“.

Esekíel 26:11

Millivísanir

  • +Jes 5:28; Hab 1:8

Esekíel 26:12

Millivísanir

  • +Esk 27:32, 33; 28:5, 18; Sak 9:3

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.1.2008, bls. 23

Esekíel 26:13

Millivísanir

  • +Jes 23:16

Esekíel 26:14

Millivísanir

  • +Esk 26:4, 5

Esekíel 26:15

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „vegnir“.

Millivísanir

  • +Esk 27:28

Esekíel 26:16

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „og klæðast ótta“.

Millivísanir

  • +Esk 27:35; 32:10

Esekíel 26:17

Neðanmáls

  • *

    Orðrétt „Hún og íbúar hennar voru“.

Millivísanir

  • +Esk 27:32
  • +Am 1:9, 10
  • +Esk 28:2

Esekíel 26:18

Millivísanir

  • +Jes 23:5

Esekíel 26:19

Millivísanir

  • +Esk 27:34

Esekíel 26:20

Millivísanir

  • +Esk 28:8

Esekíel 26:21

Millivísanir

  • +Esk 27:36

Almennt

Esek. 26:2Jl 3:4–6; Am 1:9
Esek. 26:2Hlj 1:1
Esek. 26:4Jes 23:11; Am 1:10; Sak 9:4
Esek. 26:5Esk 27:32
Esek. 26:7Jer 25:9; Esk 29:18
Esek. 26:7Dan 2:37
Esek. 26:7Hab 1:8
Esek. 26:7Jer 4:13
Esek. 26:11Jes 5:28; Hab 1:8
Esek. 26:12Esk 27:32, 33; 28:5, 18; Sak 9:3
Esek. 26:13Jes 23:16
Esek. 26:14Esk 26:4, 5
Esek. 26:15Esk 27:28
Esek. 26:16Esk 27:35; 32:10
Esek. 26:17Esk 27:32
Esek. 26:17Am 1:9, 10
Esek. 26:17Esk 28:2
Esek. 26:18Jes 23:5
Esek. 26:19Esk 27:34
Esek. 26:20Esk 28:8
Esek. 26:21Esk 27:36
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
Biblían – Nýheimsþýðingin
Esekíel 26:1–21

Esekíel

26 Á 11. árinu, á fyrsta degi mánaðarins, kom orð Jehóva til mín: 2 „Mannssonur, Týrus hefur sagt um Jerúsalem:+ ‚Frábært! Hlið þjóðanna er brotið!+ Nú rennur allt til mín og ég verð rík fyrst hún er í rústum.‘ 3 Þess vegna segir alvaldur Drottinn Jehóva: ‚Ég rís gegn þér, Týrus, og ég sendi margar þjóðir gegn þér eins og hafið lætur öldurnar rísa. 4 Þær munu brjóta múra Týrusar og rífa niður turna hennar,+ og ég sópa burt jarðveginum og geri hana að berri og skínandi klöpp. 5 Hún verður þerrireitur fyrir fiskinet úti í miðju hafi.‘+

‚Ég hef talað,‘ segir alvaldur Drottinn Jehóva, ‚og hún verður herfang handa þjóðunum. 6 Íbúar bæjanna* á meginlandinu verða felldir með sverði og menn munu komast að raun um að ég er Jehóva.‘

7 Þetta segir alvaldur Drottinn Jehóva: ‚Ég sendi Nebúkadnesar,* konung í Babýlon, gegn Týrus úr norðri.+ Hann er konungur konunga+ og er með hesta,+ stríðsvagna,+ riddara og fjölmennt herlið. 8 Hann mun ráðast á bæi þína á meginlandinu með sverði, reisa umsáturs- og árásarvirki gegn þér og setja upp skjaldþak gegn þér. 9 Hann hamast á múrum þínum með múrbrjóti* og brýtur niður turnana með vopnum* sínum. 10 Hestar hans eru svo margir að rykmökkurinn hylur þig og dynurinn af riddurum, vagnhjólum og vögnum er slíkur að múrarnir nötra þegar hann fer inn um borgarhlið þín, eins og þegar menn ryðjast inn í borg með hrundum múrum. 11 Hófatök hesta hans glymja um öll stræti þín.+ Hann drepur íbúa þína með sverði og steypir voldugum súlum þínum til jarðar. 12 Þeir ræna auðæfum þínum, hirða söluvarninginn,+ brjóta niður múra þína og rífa glæsileg húsin. Síðan henda þeir steinunum, tréverkinu og jarðveginum í sjóinn.‘

13 ‚Ég þagga niður í söng þínum og hörpuleikur þinn heyrist ekki framar.+ 14 Ég geri þig að berri og skínandi klöpp og þú verður að þerrireit fyrir fiskinet.+ Þú verður aldrei endurreist því að ég, Jehóva, hef talað,‘ segir alvaldur Drottinn Jehóva.

15 Alvaldur Drottinn Jehóva segir við Týrus: ‚Munu eyjarnar ekki nötra við dynkinn af falli þínu, þegar deyjandi* menn stynja og fólk er strádrepið í þér miðri?+ 16 Allir höfðingjar hafsins stíga niður úr hásætum sínum. Þeir afklæðast yfirhöfnum sínum og útsaumuðum fötum og skelfing grípur þá.* Þeir sitja skjálfandi á jörðinni og stara agndofa á þig.+ 17 Þeir syngja sorgarljóð+ yfir þér og segja við þig:

„Þú ert horfin með öllu,+ þú sem varst byggð sjófarendum, borgin fræga.

Þú og íbúar þínir voruð* voldug á hafinu+

og skutuð öllum jarðarbúum skelk í bringu.

18 Eyjarnar skjálfa daginn sem þú fellur,

það er áfall fyrir eyjar hafsins að þú skulir hverfa.“‘+

19 Alvaldur Drottinn Jehóva segir: ‚Þegar ég eyði þér eins og borgunum sem eru ekki lengur byggðar, þegar ég læt ólgandi hafið ganga yfir þig og hafdjúpið hylur þig,+ 20 þá sendi ég þig og þá sem fara niður í gröfina með þér til fólksins sem er þar frá fyrri tíð. Ég læt þig búa í dýpstu fylgsnum með eyddum borgum fortíðar og þeim sem steypast niður í gröfina+ svo að þú verðir ekki byggð framar. Síðan mun ég fegra land hinna lifandi.

21 Ég læt skyndilega ógæfu koma yfir þig og þú verður ekki lengur til.+ Menn munu leita að þér en þú finnst aldrei framar,‘ segir alvaldur Drottinn Jehóva.“

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila